Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Page 40
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
En hvað gerir þá hið opinbera til
þess að vekja almennan áhuga fyrir
listum, svo þær gætu dafnað í frjáls-
um viðskiptum sínuin við borgar-
ana? í engum æðri skóla landsins,
ekki einusinni þeim sem á að mennta
kennarastéttina, er sagt aukatekið
orð um þessi efni. Menn geta útskrif-
azt stúdentar, kennarar, guðfræðing-
ar, án þess að hafa meiri hugmynd
um hvað er að gerast í listum okkar
og veraldar en hann langafi okkar í
gröf sinni, dauður fyrir áttatíu árum.
Um tíma var komið á fót starfsemi
sem hét Listkynning í skólum og
bætti úr þessu á margan hátt. En nú
er það fyrirtæki dault, og var enda
aldrei við mjög góða heilsu. En hvað
um Listasafn Islands? Nú hafa löngu
verið sett um það ný lög og starfsvett-
vangur þess ákveðinn. Samt sem áð-
ur er það enn sem fyrr eins og dauðs
manns gröf, nema hvað kona situr
við innganginn og gerir strik á blað
í hvert sinn sem einhver villist þang-
að inn. Safnið gengst aldrei fyrir
neinskonar kynningu, með fyrirlestr-
um eða kvikmyndum um listir, það
efnir aldrei til erlendra sýninga, gef-
ur ekkert út, ekki einu sinni leiðsögu-
bækling um myndir þær sem uppi
hanga, -— það hvetur ekki einu sinni
fólk til þess að skoða safnið, og er þá
tólfunum sannarlega kastað! Erlend
listasöfn hafa fyrir löngu vaknað til
þess veruleika, að þau verði að keppa
við allskonar önnur aðdráttaröfl í
þjóðlífinu, og þau eru orðin lifandi
starfsstofnanir, þar sem ávallt er eitt-
hvað nýtt og forvitnilegt að gerast,
enda eiga mörg þeirra nú margfalt
meiri áhuga og aðsókn að fagna en
dæmi voru til um listasöfn áður.
Dauði og niðurlæging listasafns okk-
ar mun vera nálega einsdæmi í álf-
unni. Með þessu er ég ekki sérstak-
lega að ásaka forstöðumann þess,
enda býst ég við að fáar ríkisstofnan-
ir drægju langt í starfi sínu með eins
manns — segi og skrifa eins manns
— starfsliði. Meðan svo stendur á ís-
lenzk myndlistarvakning einskis að
vænta úr þeirri átt.
En hvað þá um höfuðstaðinn sjálf-
an, Reykjavíkuróorg, eins og nú mun
þegnskylda að kalla þessa forklúðr-
uðu byggð hér á nesinu? Og þar
verða svörin því miður enn styttri,
þar er jafnvel ekki um misheppn-
aðar tilraunir að ræða. Það væri hóf-
legt að ætla, að horgaryfirvöldunum
þætti skylda sín að sjá íbúunum fyr-
ir einhverri aðstöðu til þess að kynn-
ast þeirri list, sem hefur þó sprottið
upp og þróazt í þessum bæ. En nei,
svo langt nær nú menningaráhuginn
ekki. Listamenn urðu sjálfir að reisa
sýningarhús, og því aðeins fékkst dá-
lítið bankalán, að einn þeirra veð-
setti fyrir því húseign sína. Og nú
grotnar þessi skáli niður, ár frá ári,
og að því sýnist við algjöra velþókn-
un borgaryfirvaldanna.
Fyrir nokkrum árum var komið
30