Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Side 42
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
vöku, svo að segja hinir einu sem
trúa því enn, að eitthvað annað sé
mannshuganum dýrmætara en bíla-
bíngó eða hermannasjónvarp. Og þó
hafa þeir hvergi við þeim nákulda
veraldarhyggjunnar sem leggur æ
fastar að með hverjum mánuði sem
líður.
Síðan í haust hefur grindahj allur-
inn góði, Listamannaskálinn, staðið
tómur. Það sem af er þessu ári hefur
engin listsýning verið haldin í Boga-
sal Þjóðminjasafnsins. Frá Listasafni
íslands heyrist ekki hósti né stuna
fremur en endranær. Eina hræringin
sem bólað hefur á, er sú listkynning
sem Safn Alþýðusambands íslands
— gjöf Ragnars Jónssonar — hefur
gengizt fyrir með sýningum, fyrir-
lestrum, kvikmyndum og leiðsögn,
bæði hér í bæ og úti um land. En
slíkt framtak fjárvana stofnunar
dregur að sjálfsögðu næsta skammt.
Ástandið í þessum efnum blasir
við okkur í dapurlegri nekt sinni og
hlýtur að krefjast afdráttarlauss
svars við því, hvort við teljum list-
irnar þess virði að veita þeim nýtt
brautargengi, nýtt vaxtarmagn, eða
dæma þær áfram utan laga samfélags-
ins. Hér er í rauninni um það spurt,
hvort þjóðjélagið eigi að vaxa upp af
tœknilegum ávinningum sínum einum
saman, eins og holur stofn, eða með
þeim merg, sem einn getur leitt af sér
blómann.
Þótt íslenzka þjóðin hafi oft snúizt
rausnarlega við, þegar um listir henn-
ar og menningu var að ræða, er langt
frá því að hin eldri listamannakyn-
slóð hafi verið borin á höndum. En
hún var fátæk með fátækum. Það er
varla eðlilegt annað en lífskröfur nú-
tímans hafi einnig að nokkru leyti
læðzt inn í hugi ungra listamanna,
— að minnsta kosti hefur vafizt fyrir
þeim sanngirni þess, að þeir eigi að
taka út refsingu fyrir að hafa ein-
hverja hæfileika umfram aðra menn.
Því er einnig svo komið, að allir ís-
lenzkir myndlistarmenn innan fimmt-
ugsaldurs verða að vinna aðra vinnu
jafnframt liststarfi sínu, og þarf
varla mikinn kunnugleika á starfs-
háttum myndlistarmanna til að sjá
hvert það stefnir. Góð myndlistarverk
verða aldrei til í hjáverkum. Slíkt
krefst heils manns, heils hugar, og
dugar þó ekki til nema endrum og
eins. Nú vilja vafalaust einhverjir
svara til þeirri kerlingaspeki, að erf-
iðleikarnir, fátækin, séu listinni til
góðs. Sannleikurinn er sá, að til eru
listamenn sem hafa orðið miklir, ekki
vegna fátæktar, heldur þrátt fyrir
hana. Erfiðleikar alvarlegrar list-
sköpunar eru meira en fangfylli
mannlegs þreks. Eða halda menn að
Jóhannes Kjarval eða Halldór Kiljan
væru nú slíkir sem þeir eru, ef þeir
hefðu þurít að hengslast á skrifstofu
frá kl. 9 til 5 alla sína starfsævi? Nei,
þá er eins gott að við segjum þjóðina
32