Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Síða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Síða 50
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR er mótmælt kröftuglega með undrunar-o-um af sessunaut hennar, sem reynist vera bókavörður bæjarins. Einnig mótmælir henni maður, sem situr einn við borð í horni, og er fangelsisvörður. í matsalnum er ennfremur sonur hjón- anna með Jesú undir hvítri skyrtunni, kona hans og ungur drengur, sem þau kalla Antonio. Við aðrar svaladyrnar situr sölumaður frá Madrid, útsendari pr j ónlesverzlunar. Þegar þj ónustustúlkan ber mér súpuna, er hún spurð álits. Hún heitir Be- gonia og er frá Baskahéruðunum, afskaplega hémánaleg í framkomu með óbrotið andlit bændakvenna: kringlótt, búlduleitt og örlar á hýjung á efri vör, og gerir sér far um að fága framkomu sína. Ég veit ekki, hvort það er mér til heiðurs eða lenzka, að gera sér dælt við hana. Æ, gerið mig ekki vitlausa meðan ég er að ausa súpunni, segir Begonia og fer hjá sér! missir alla fágun sína í flissi og upphrópunum. Kunningi minn og vinur hefur sagt mér, að kvenfólkið í Barcelona sé farið að ganga í buxum, en karlmennirnir þvoi upp í eldhúsinu! hvað er að koma yfir þjóðina? segir fangelsisvörðurinn. (Fyrstu erlendu áhrifin eru að berast til Spánar og hann hefur fengið ein- hverjar nasasjónir af gallabuxnatízkunni. Nokkrum dögum síðar á ég eftir að horfa á hörmulegt atvik, þegar tvær djarfar og mjaðmamiklar gleðikonur í Salamanca storkuðu viðskiptavinum sínum með því að koma klæddar galla- buxum inn á bjórkjallara undir Aðaltorgi, en voru reknar á dyr af mikilli heift, slengt á götuna og sagt, að þar girntust ekki hinir góðu Salmantinos karl-kvenmenn, þær gætu alveg eins fengið sér gervilimi, en þær voru ekki af baki dottnar, heldur gengu allan daginn á Aðaltorginu fram og aftur undir bölvi og ragni frá borðunum undir súlnahvelfingunni.) Ég verð alveg vitlaus, segir Begonia. Hættið, hættið! Og liggja á baðströndunum í sundfötum svo sést í naflann á þeim, segir sölumaðurinn. Viltu, að þær lími heftiplástur yfir hann? spyr stúlkan. Æ, hættið, biður Begonía, eða ég verð vitlaus og get ekki ausið súpunni. Mér finnst það alveg sjálfsagt, segir unga stúlkan. Ég er skynsemistrúar, og vil, að konan hafi sama rétt og karlmaðurinn. Þau ræða þetta fram og aftur og verða yfirleitt sammála um, að verið sé að grafa undan siðferðinu, og að á þessu verði að vera regla líkt og í stjórnmál- unum. Ég hafði heyrt, að afturhaldssemi væri eðlislæg Kastilíubúum og þess vegna 40
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.