Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Blaðsíða 51
SVIPMÓT SPÁNAR
fylgist ég vel með samtalinu, sem mig grunar, að sé fremur venjubundið en
gert mér til heiðurs eða viövörunar.
Hér er búinn að vera friður í tuttugu ár í landinu, en nú ætlar kvenfóIkiÖ
að gera stríð og uppistand á heimilunum, segir liðsforingjaefnið, sem hefur
neytt konu sína til fordæmingar á háttum kvenfólksins.
Bókavöröurinn er ekki með öllu samþykkur friðnum í landinu. En á heim-
ilunum verður að vera friöur, ef börn eiga að fæðast, segir hann. Það er
frumskilyrðið.
Hvað hefði orðið um okkur, ef Franco hefi ekki komizt til valda, segir
fangavörðurinn. Stjórnleysi og enginn vinnufriður, eins og hann Pepe Jim-
enéz sagði, kunningi minn og starfsbróðir í Cádiz, og kvenfólkið væri búið
að taka öll völdin í sínar hendur.
Franco hefur komið á friði; og hver vill ekki frið í landi sínu? spvr liðs-
foringjaefnið.
Hér viljum við enga Ameríku, eins og hann Juanito Reyes sagði, vinur
minn og skólabróðir, sem ég hafði ekki hitt í tíu ár, þegar ég rakst á hann af
tilviljun hér í fyrra. Það var hann, sem tók mig út á Vespunni sinni eins og
þið munið! það er nóg að hafa uppgötvað Ameríku, þó maður verði svo ekki
Ameríkani, sagði hann líka.
Fyrst finnum við Ameríku, og allt í lagi með það, en hvað svo? spyr far-
andsalinn. Við töpum Ameríku, hún verður rík, við fátæk, og fer að vilja
skipa okkur fyrir. Hann ypptir öxlum. Hún finnur okkur, það er allt og sumt.
Hvert fórst þú í dag? spyr bókavörðurinn ungu stúlkuna eftir að allir hafa
yppt öxlum yfir ræðu farandsalans.
Ætli við höfum ekki farið að veiða krabba upp með á eða að Vatnsbakka,
eins og alltaf, og drukkið kaffi í Siglingaklúbbnum.
Ekki til að veiða, segir bókavörðurinn. Það er ekki ennþá búið að blessa
vatnið, hef ég heyrt. Og enginn vill vera mannæta á tuttugustu öldinni.
Hvaða vitleysa, ég hitti félaga minn í fyrradag, hann Juan hérna Torres,
sem fullyrti, að biskupinn í Salamanca væri búinn að blessa það, segir fanga-
vörðurinn; svo sagði hann. Nú má veiða í vatninu hjá Vatnsbakka.
Já, en var það ekki bara táknræn blessun? spyr liðsforingjaefnið.
Ekki hef ég heyrt það, segir bókavörðurinn. Þeir eru enn að slæða vatniö
og mörg líkin hafa ekki fundizt enn. Það fer enginn að éta fisk úr vatni, sem
lík liggur í.
Eru ekki lík í sjónum? spyr unga stúlkan.
41