Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Síða 53
SVIPMÓT SPÁNAR
Nei, ég sagði nú svona. Ég veit það ekki. En áreiðanlega er það ekki verra
en hjá lýðveldisstjórninni, svo er manni sagt. Ég hef heyrt, að þeir hafi raðað
öllum, þeir rauðu, mönnum á Aðalgötunni og skotið þá, sem ekki höfðu sigg
í lófa. Þetta átti að hafa gerzt í þorpi ekki langt héðan. Sjálfsagt er þetta vit-
leysa, þetta á að hafa gerzt alls staðar í þorpi „ekki langt héðan“. En engu
að síður held ég, að bezt sé að hafa tuttugu ára frið Francos, eins og það er
kallað. Annars erum við yfirleitt konungssinnar.
Fólki líður yfirleitt betur hér en annars staðar? spyr ég.
Já, hér í Kastilíu eru menn ákaflega stoltir, ekki eins og í suðrinu. Hérna
í nágrenninu gerist öll saga Spánar. Þú kannast við Hann Cid minn, elzta
ljóð Spánar? Cid fór hér um, þú átt eftir að skoða hliðið. Hérna geturðu séð
margar rómanskar kirkjur og veggmálverkin hjá Tuddum eru fræg. Hvar sem
þú ferð á Spáni rekst þú alstaðar á sögu, bentu blindandi á kortið og þar
hefur áreiðanlega eitthvað gerzt undir fingurgómnum. Strákarnir í skólanum
segja, að hér lifi engir vel nema prestar, nautabanar og knattspyrnumenn, en
. .. Jæja, nú flautar pabbi. Ég var að veiða með honum krabba í dag upp við
Duero og í kvöld á ég að fá að sofa heima. Heldurðu að það sé lúxus. Góða
nótt.
Ég fer niður og hitti gistihúss-eigandann niðri í anddyrinu.
Jæja, segir hann. Þú ert ekki Ameríkani.
Nei, segi ég. Því miður.
Ég var nefnilega í tíu ár í Ameríku og lærði ekki stakt orð í ensku. Vel
gert. Við héldum okkur alltaf saman, Spánverjarnir. Ég lærði að segja sápa
— soap — það var líka nóg. Ég man enn það orð. Samt er það vitlaust orð
fyrir sápu. Annars er gott að búa í Ameríku, bara að engir Ameríkanar væru
þar, heldur Spánverjar.
Ég hlæ.
Þú hlærð, segir hann og ekur sér til af ánægju. Á ég að segja þér, hvað
við hérna segjum um ykkur ferðamennina?
Það yrði gaman, segi ég.
Svona er það í réttri röð: Fyrst kemur Bretinn hingað og vill að allt sé eins
og það er. Síðan kemur Þjóðverjinn og tekur öllu eins og það er, uppgötvar
nýja staði, sefur í tjaldi og étur1 brauð og sparar. Svo kemur Frakkinn og
kvartar stöðugt yfir öllu og vill að allt sé franskt. AS lokum kemur Ameríkan-
inn og vill kaupa allt fyrir dollarann, sprengir allt verð hvar sem hann kemur
og flæmir alla hina burt. Lestu ekki Krókódílinn? Þetta var skrýtla í honum.
Góð skrýtla, segi ég.
43