Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Page 54
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Jæja, segir hann. Þú vilt áreiðanlega skoða borgina þótt kvöld sé komið.
Farðu hérna eftir þessari götu, þá kemst þú á Aðaltorgið, síðan heldurðu
beint strik áfram, tekur beina stefnu og rekst á rómönsku kirkjurnar. Hér er
sagt, að öll saga Spánar hafi gerzt. Ég veit það ekki. — Já, segir hann dræmt,
samt mundi ég fara strax á morgun, selja allt og fara, ef konan og börnin
vildu. En þau þekkja ekki neitt annað en þetta hér, það er svipmót Spánar.
Ég veit samt betur. Þú hringir bjöllunni hérna, ef búið verður að loka. Við
lokum klukkan tólf. Er þetta ekki svipað hjá þér, þarna á írlandi?
Að húsum sé lokað klukkan tólf ?
Nei, allt hitt, segir hann.
Jú, Grindavíkin er víða og mikil er hún í mannskepnunni, segi ég.
Og hann hristir grátt höfuðið til samþykkis.
44