Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Blaðsíða 56
EINMANALEGT OKTÓBERKVÖLD 1959
Örugglega
virðist staðfestast, að þessi vetur
komandi vetur verði erfiður.
Regntíminn
hefur jramlengzt og Ríkisstjórnin,
á sameinuðum fundi ráðherra,
er álitin hafa nú til athugunar
vinnustöðvun til viðreisnar,
eða bláttáfram, einangruð á úthafi,
að takmarka sig við hím unz þrumurnar þagni
og sá dagur rísi, að lokum komi sá dagur,
þegar atburðarásin hœttir að koma óviðráðanleg.
Áþ essu októberkvöldi,
meðan ég les dagblaðið milli lína,
staldra ég við og hlusta á hjartaslög
þagnarinnar í herbergi mínu, á samrœður
nábúans við háttumál,
á allan þennan klið,
sem óvœnt öðlast líf
og leyndardómsfulla, sjálfstœða merkingu.
Og ég hef hugsað um þúsundir mannvera,
karla og konur, sem á þessu andartaki,
skjálfandi við fyrsta hroll,
hafa farið að hugleiða áhyggjur sínar,
sína fyrirfram-þreytu,
kvíða sinn fyrir komandi vetri,
meðan regnið dynur fyrir utan.
46
X