Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Síða 57
EINMANALEGT OKTÓBERKVÖLD
Frammeð allri strandlengju Katalóníu rignir
með stöðugum ofsa, með reykjarmekki og lágum skýjum,
regnið atar út múrveggina,
drýpur um verksmiðjuþök, vœtlar
inn í hin dauflýstu verkstœði.
Og regnið ryður með sér til hafs nýsprotuðu
korninu ásamt leirnum,
trjám, skórœksnum, yfirgefnum amboðum,
og alltsaman umturnast
þegar fyrstu Mótmœlavígorðin birtast.
VARNAÐARORÐ OG BÆN
Háspekilegir eruð þið. — Eg þarfnast ei matar.
Cervantes.
Og hvað skal segja um móður okkar Spán,
þessa fósturjörð allra djöfla,
þar sem illt stjórnarfar og fátœktin
eru ekki, vissulega ekki, fátœkt og illt
stjórnarfar, heldur dularfullt ástand
mannsins, lokaendurlausn sögu vorrar?
Af öllum sögum í Mannkynssögunni
er saga Spánar efalaust sorglegust,
því hún endar illa. í henni er líkt og
maðurinn, þreyttur á glímu við djöflana,
haji ákveðið að já þeim stjórnarlaumana
og jela þeim stjórnskipan fátœktar sinnar.
Okkar velþekkta fátækt frá ómunatíð,
hverrar upptök týnast í myrkur sögunnar,
sem ekki er álitin afleiðing stjórnarfars,
47