Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Side 58
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
heldur œgileg bölvun, sem hvílir á Spáni,
dýrmœtur skattur greiddur til djöjlanna
með hungri og með erfiði landsins barna.
Stundum lief ég hugsað um þessa menn,
einslaka sinnum hugsað um örbirgð
þessarar þjóðar allra djöfla.
Og stöku sinnum hugleitt aðra sögu,
ólíka og ekki jafneinfalda, um annan Spán,
hvar ill stjórnarvöld gœtu skipt máli.
Ég vildi álíta illl stjórnarfar okkar
vera slœm verzlunarviðskipti mannanna,
fjarskylt allri háspeki, að Spánn geti
og verði að rísa upp úr örbirgð sinni,
að enn sé tóm til að breyta sögu hans,
áður en djöflarnir hrifsa hana til sín.
Ég vildi efast um tilveru slíkra djöfla.
Það eru menn, þeir, sem múta stjórninni,
forstjórar hinnar fölsuðu sögu.
Það eru þeir, sem hafa selt manninn, þeir,
sem hafa íklœtt hann í gerfi örbirgðar
og hneppt í fangelsi þjóðarheill Spánar.
Ég bið, að Spánn geri útlœga slíka djöfla.
Megi stjórnin fá smjörþef af fátœktinni.
Megi maðurinn verða handhafi sögu sinnar.
GuSbergur Bergsson þýddi úr spcensku.
48