Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Qupperneq 65
RÁÐNINGIN
Þetta er ráðningarskrifstofa bandaríska flughersins á íslandi. Banda-
ríski flugherinn er á Íslandi samkvæmt ósk íslendinga og í samræmi
við samþykktir Atlantshafsbandalagsins. Við ráðum íslendinga til ým-
issa starfa hjá flughernum og væntum góðrar samvinnu. fslenzka ríkis-
stjórnin hefur samið um launakjör.
Þessi ræða var eins og utanaðlærð þula eða grammófónplata, orðin komu
með jöfnum hraða, áherzlulaus og samhangandi, varla hægt að merkja, að
varirnar hreyfðust, þegar hann talaði, líkast því að orðin kæmu einhvers
staðar innan úr honum en ekki gegnum munninn.
Svo komu spurningarnar. Þær komu yfir mig eins og regnskúr. Fyrst ein
og ein, dropi og dropi, síðan eins og hellt væri úr fötu. Ég reyndi að svara,
fipaðist í útlenzkunni, hváði, bað um að endurtaka, skildi ekki. Spyrjandinn
virtist engan áhuga hafa á svörunum, engar þagnir ekkert hik, bara gall-
harðar spurningar.
Verið í kommúnistískum eða nazistískum samtökum?
Nei.
Foreldrar á lífi?
Já.
Meðmæli?
Nei.
Ábyrgðarmenn?
Já.
Nokkrir ættingjar í kommúnistískum félagsskap?
Nei.
Kvæntur?
Já.
Börn?
Já, eitt.
Foreldrar eiginkonu á lífi?
Já.
Búsettur í Reykjavík?
Já.
Að lokum var það tilviljunin ein, sem réði því, hvort svarið var já eða nei.
Fötin límdust við mig, og ég vissi ekki, hvað ég ætti að gera við hendumar
á mér, og innan í mér var einhver fiðringur líkastur prófskrekk.
Skyndilega hætti hann að spyrja, hallaði sér aftur á bak í stólnum, tók
pípu úr öskubakkanum, tróð í hana, fór sér að engu óðslega, var lengi að
55