Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Side 66

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Side 66
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR leita að eldspýtum, kveikti, og það slokknaði á eldspýtunni, tók út úr sér pípuna, hætti við að kveikja í henni, lagði hana frá sér og spurði: Ertu háskólagenginn? Ég jánkaði. Aftur tók hann pípuna, og nú kveikti hann í henni og blés þykkum reyknum framan í mig. Augu hans voru nú hörð og stingandi, og munnvikin höfðu sigið enn lengra niður, þegar hann hafði sett upp í sig píp- una, og ég sá, að hann bjó sig undir næstu lotu. Þekkirðu þennan fána? Spurningin kom flatt upp á mig, ég hafði ekki tekið eftir stjörnufánanum, sem stóð í horninu á bak við spyrjandann. Ja-há, svaraði ég hikandi. Þá sá ég, að svipur hans breyttist, og alvöruhátíðleikur, sem byrjaði í aug- unum breiddist yfir andlitið. Hann stóð upp hægt og settlega, benti mér að gera hið sama. Endurtaktu, sagði hann. Röddin var hvöss og skipandi, og hann hélt áfram: Ég heiti því og legg við drengskap minn að vinna ekki gegn hagsmun- um Bandaríkja Norður-Ameríku á meðan ég starfa á herstöð banda- ríska flughersins á Keflavíkurflugvelli. Ég skynjaði undir eins, að nú reið á öllu að láta sér ekki fipast, og ég reyndi að setja upp sams konar svip og menn setja upp á jólunum í kirkjunni og endurtók drengskaparheitið hægt og skilmerkilega. Hann lét sig aftur síga hægt og þreytulega niðrí stólinn. Alvörusvipurinn þurrkaðist af andlitinu, það slaknaði á kinnvöðvunum og munnvikin sigu. Þannig sat hann góða stund. Þögnin þrúgaði mig. Mér fannst vont að þegja með útlendum. Hann tók greiðu upp úr vasanum, greiddi sér nostursamlega, reyndi að setja liði í hárið, greiddi sér með hægri hendi, strauk á eftir yfir með þeirri vinstri, fór að öllu varlega, eins og hann væri hársár eða hræddur um, að hárið kynni að sitja eftir í greiðunni. Ég hrökk í kút, þegar hann hóf aftur máls, og enn gat ég varla merkt, að hann hreyfði varirnar. Þú getur komizt að á skrifstofu í birgðaskemmunum. Þú átt að skrifa á ritvél. Þetta sagði hann hægt og hátíðlega með breyttri röddu, eins og til að sýna rækilega, að framtíðarstaða mín væri þýðingarmikil, og að mér væri sýnt óvenjulegt traust. Síðan skrifaði hann eitthvað á miða, sem hann fékk mér, benti þegjandi á dyrnar og kinkaði kolli. Ég flýtti mér út, gleymdi að kveðja og þakka fyrir mig. 56
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.