Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Síða 68
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Nei, það1 þarf sko að tékka á þetta, svaraði hann stuttlega. Þú getur litið
inn á húsnæðisskrifstofu hersins, ef þú ert í vandræðum með húsnæði, bætti
hann við og nú var hann ekki alveg eins hátíSlegur og áður.
Ég þakkaði og gekk út.
Þegar ég kom út í sólskinið fannst mér fyrst, eins og ég kæmi úr einhverri
vél, einhverri risavél, sem hefði hrist mig og skekið í óratíma. Allt var tómt
innan í mér, og þó að hvini í loftinu af flugvéla- og bílays, þá var líka eins og
allt væri tómt í kringum mig.
Tómleikatilfinningin setti í mig beyg, að ég myndi týna sjálfinu í mér, ef
ég gerðist smáhjól í þessari risavél, og óafvitandi tyllti ég mér á grasvegg, sem
hlaðið hafði verið utan um braggann, sem ég hafði verið að koma út úr. Ég
reyndi að átta mig, talaði í sjálfan mig kjark, og einmitt þá sá ég lítinn fífil
gægjast upp á milli veggs og bragga, og um leið heyrði ég í lóu, og þá mundi
ég, að nú var vor, stóð upp og hélt áfram göngu minni inn í þetta skrýtna og
nýja umhverfi.
(1961)
58