Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Page 70

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Page 70
GÍSLI kolbeinsson Yfir litlu varstu trúr... Enginn vissi hvernig það byrjaði, en þegar allt var um garð gengið sat litli náunginn á bekknum og grét. Hægri hebningur andlits hans var al- blóðugur. Hann grét vonleysislega eins og konur gráta. Hárið var strítt og dökkt og blóðklesst við eyrað, en toppurinn hékk niður yfir andlitið. Hann sat í hnipri og blóðdroparnir féllu ofan í strámottuna einn og einn ... Þannig sat litli náunginn og grét og fálmaði með fingurgómunum upp í allt þelta blóð. Það blæddi talsvert — það var djúpur skurður yfir hægra eyrað. Kannski ekkert alvarlegt, og enginn kenndi í brjósti um hann. Nokkrir af skipshöfninni voru saman komnir í borðsalnum. Þeir glottu hver til annars, allir nema Dóri og kokkurinn. Enginn kenndi í brjósti um mann sem grét eins og vonlaus kona. Svo reis einn þeirra á fætur og sagði að það væri bezt að fara að leggja sig. Meðan þeir slógust höfðu þeir sópað öllu af matborðinu og kaffidótið lá í einum haug á gólfinu. Norðlendingurinn glotti og leit á okkur einn af öðrum. „Svona — hresstu þig upp maður,“ sagði stýrimaðurinn. Kokkurinn starði tómlátum augum á verksummerkin. „Hvernig byrjaði þetta?“ sagði Norðlendingurinn. „Það má andskotinn vita — hvernig byrjar svona lagað?“ sagði stýrimað- urinn. Kokkurinn stóð upp, safnaði glerbrotunum saman af gólfinu og fór fram í eldhúsið. Hann var roskinn maður tálgaður — og efri hluti líkamans fór spönn á undan þeim neðri. Hann tautaði eitthvað fyrir munni sér meðan hann fékkst við þetta — svo heyrðum við hann tala við sjálfan sig frammi í eld- húsinu. „Svona — hresstu þig upp maður,“ endurtók stýrimaðurinn og sló á herð- ar litla mannsins. Hann hrökk undan og fingurgómarnir skófu blóðið upp kinnina — það var óstorkið og gómarnir mynduðu för líkt og hjólför í aurleðju. Litli maður- 60
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.