Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Page 70
GÍSLI kolbeinsson
Yfir litlu varstu trúr...
Enginn vissi hvernig það byrjaði, en þegar allt var um garð gengið sat
litli náunginn á bekknum og grét. Hægri hebningur andlits hans var al-
blóðugur.
Hann grét vonleysislega eins og konur gráta. Hárið var strítt og dökkt og
blóðklesst við eyrað, en toppurinn hékk niður yfir andlitið. Hann sat í hnipri
og blóðdroparnir féllu ofan í strámottuna einn og einn ...
Þannig sat litli náunginn og grét og fálmaði með fingurgómunum upp í allt
þelta blóð. Það blæddi talsvert — það var djúpur skurður yfir hægra eyrað.
Kannski ekkert alvarlegt, og enginn kenndi í brjósti um hann.
Nokkrir af skipshöfninni voru saman komnir í borðsalnum. Þeir glottu hver
til annars, allir nema Dóri og kokkurinn. Enginn kenndi í brjósti um mann
sem grét eins og vonlaus kona. Svo reis einn þeirra á fætur og sagði að það
væri bezt að fara að leggja sig. Meðan þeir slógust höfðu þeir sópað öllu af
matborðinu og kaffidótið lá í einum haug á gólfinu. Norðlendingurinn glotti
og leit á okkur einn af öðrum.
„Svona — hresstu þig upp maður,“ sagði stýrimaðurinn. Kokkurinn starði
tómlátum augum á verksummerkin.
„Hvernig byrjaði þetta?“ sagði Norðlendingurinn.
„Það má andskotinn vita — hvernig byrjar svona lagað?“ sagði stýrimað-
urinn.
Kokkurinn stóð upp, safnaði glerbrotunum saman af gólfinu og fór fram
í eldhúsið. Hann var roskinn maður tálgaður — og efri hluti líkamans fór
spönn á undan þeim neðri. Hann tautaði eitthvað fyrir munni sér meðan hann
fékkst við þetta — svo heyrðum við hann tala við sjálfan sig frammi í eld-
húsinu.
„Svona — hresstu þig upp maður,“ endurtók stýrimaðurinn og sló á herð-
ar litla mannsins.
Hann hrökk undan og fingurgómarnir skófu blóðið upp kinnina — það
var óstorkið og gómarnir mynduðu för líkt og hjólför í aurleðju. Litli maður-
60