Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Side 84

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Side 84
Umsagnir um bækur Halldór Stefánsson: Blakkar rúnir Heimskringla 1962. HALLdór Stefánsson hefur sent frá sér nýtt smásagnasafn. Sögumar eru all- fjölbreytilegar, þó að Halldór sé bæði fast- mótaður höfundur og hafi sterk persónu- einkenni. Nokkrar af þeim eru léttstígar, fjörlegar, einfaldar í sér, auðlesnar og gam- ansamar. Svo er til að mynda um Sendi- menn Krists, sögu um tvo bræður. Móðir þeirra sendir þá í kaupstaðarferð á að- fangadag jóla til að kaupa rúsínur í jóla- grautinn og fær þeim smjörsköku til að kaupa fyrir, en í stað þess að hlvða erind- inu spana þeir sig upp í að láta hana fyrir brennivínsflösku og drekka sig út úr og verður ekki af heimkomu á jólanóttina. Þetta er skemmtileg saga og eins og við á um tvo „kvika pilta“ er hún sjálf kvik í spori, létt efni, óbrigðul listamannstök, skopleg frásaga, smellinn endir. Hún kost- ar ekki fyrirhöfn, allir þræðir liggja ljósir, kemur mönnum í gott skap. Þessi saga fær líka beztu dóma. Aðrar sögur ýmsar í bók Halldórs leyna á sér, eru ekki eins aðgengilegar, hafa jafn- vel margt á móti sér við fyrsta lestur, hrinda frá sér, fara of troðnar slóðir eða em hnökróttar, ef ekki beinlínis hrollvekjandi. Ein af þeim sögum er Blakkar rúnir, fremsta sagan og lengsta í bókinni og sam- nefnd henni. Þar gerist í miðri sögu hrylli- legt atvik. Tveir bræður, Jón og ísleifur, hafa lengi elt grátt silfur, orðnir svarnir fjandmenn, hafa slitið samfélagi, róa á sín- um bátnum hvor en hýrast tilneyddir í sömu verbúð sem hvorugur hirðir um og er til merkis um niðurníðsluna að þegar brak fauk í gluggann og mölbraut hann dró Jón að sjálfdauðan gemling og tróð honum í gluggagatið. Áður voru þessir bræður mjög samrýmdir, reru einir með föður sín- um er hafði þá undir ströngum aga, en eft- ir dauða hans tók Jón við stjóm harðri hendi, hafði hörku föður síns en ísleifur var viðkvæmur, þeir umgengust enga aðra, lágu þegjandi á fletum sínum í innilegum og verbúðina fyllti þögn og hatur, og eitt kvöld í óveðri drakk Jón sig fullan og hrak- yrti Isleif sem oftar og kvaldi hann með kaupmannsdótturinni sem hann vissi að hann bar ástarhug til og var ekki sízt þeirra fjandskaparefni, en ísleifur sat á fleti sínu og þagði, en reiðin og hatrið ólgaði í brjósti hans, og þegar Jón loks sofnaði þoldi hann ekki við inni og gekk út í storm- inn, og honum varð litið á gemlinginn í glugganum, ódaunninn af honum var lengi búinn að kvelja hann og í geðofsa sínum spam hann í hann fæti af afli svo að hann féll inn um gættina, og þegar ísleifur kom aftur inn um nóttina var Jón kafnaður und- ir gemlingnum. Hér gerðist með öðrum orðum hræðilegt atvik, óviljandi eða hálft í hvoru með vilja verður ísleifur bróður sínum að bana, og með ógeðslegum hætti: 74
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.