Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Side 84
Umsagnir um bækur
Halldór Stefánsson:
Blakkar rúnir
Heimskringla 1962.
HALLdór Stefánsson hefur sent frá sér
nýtt smásagnasafn. Sögumar eru all-
fjölbreytilegar, þó að Halldór sé bæði fast-
mótaður höfundur og hafi sterk persónu-
einkenni. Nokkrar af þeim eru léttstígar,
fjörlegar, einfaldar í sér, auðlesnar og gam-
ansamar. Svo er til að mynda um Sendi-
menn Krists, sögu um tvo bræður. Móðir
þeirra sendir þá í kaupstaðarferð á að-
fangadag jóla til að kaupa rúsínur í jóla-
grautinn og fær þeim smjörsköku til að
kaupa fyrir, en í stað þess að hlvða erind-
inu spana þeir sig upp í að láta hana fyrir
brennivínsflösku og drekka sig út úr og
verður ekki af heimkomu á jólanóttina.
Þetta er skemmtileg saga og eins og við á
um tvo „kvika pilta“ er hún sjálf kvik í
spori, létt efni, óbrigðul listamannstök,
skopleg frásaga, smellinn endir. Hún kost-
ar ekki fyrirhöfn, allir þræðir liggja ljósir,
kemur mönnum í gott skap. Þessi saga fær
líka beztu dóma.
Aðrar sögur ýmsar í bók Halldórs leyna
á sér, eru ekki eins aðgengilegar, hafa jafn-
vel margt á móti sér við fyrsta lestur, hrinda
frá sér, fara of troðnar slóðir eða em
hnökróttar, ef ekki beinlínis hrollvekjandi.
Ein af þeim sögum er Blakkar rúnir,
fremsta sagan og lengsta í bókinni og sam-
nefnd henni. Þar gerist í miðri sögu hrylli-
legt atvik. Tveir bræður, Jón og ísleifur,
hafa lengi elt grátt silfur, orðnir svarnir
fjandmenn, hafa slitið samfélagi, róa á sín-
um bátnum hvor en hýrast tilneyddir í
sömu verbúð sem hvorugur hirðir um og
er til merkis um niðurníðsluna að þegar
brak fauk í gluggann og mölbraut hann dró
Jón að sjálfdauðan gemling og tróð honum
í gluggagatið. Áður voru þessir bræður
mjög samrýmdir, reru einir með föður sín-
um er hafði þá undir ströngum aga, en eft-
ir dauða hans tók Jón við stjóm harðri
hendi, hafði hörku föður síns en ísleifur
var viðkvæmur, þeir umgengust enga aðra,
lágu þegjandi á fletum sínum í innilegum
og verbúðina fyllti þögn og hatur, og eitt
kvöld í óveðri drakk Jón sig fullan og hrak-
yrti Isleif sem oftar og kvaldi hann með
kaupmannsdótturinni sem hann vissi að
hann bar ástarhug til og var ekki sízt þeirra
fjandskaparefni, en ísleifur sat á fleti sínu
og þagði, en reiðin og hatrið ólgaði í
brjósti hans, og þegar Jón loks sofnaði
þoldi hann ekki við inni og gekk út í storm-
inn, og honum varð litið á gemlinginn í
glugganum, ódaunninn af honum var lengi
búinn að kvelja hann og í geðofsa sínum
spam hann í hann fæti af afli svo að hann
féll inn um gættina, og þegar ísleifur kom
aftur inn um nóttina var Jón kafnaður und-
ir gemlingnum. Hér gerðist með öðrum
orðum hræðilegt atvik, óviljandi eða hálft
í hvoru með vilja verður ísleifur bróður
sínum að bana, og með ógeðslegum hætti:
74