Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Blaðsíða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Blaðsíða 103
UMSAGNIR UM BÆKUR Svo listrænn rithöfundur sem Rannveig Tómasdóttir er, á að gera þá kröfu til sjálfrar sín, og þá kröfu gerum við lesend- umir líka til hennar, að hún gæti þess vandlega, að maður hnjóti þar ekki um máilýti, en þess er ekki gætt sem skyldi, þótt maður hefði ekki orð um í ritum þeirra, sem ekki er hægt að gera eins mikl- ar kröfur til og hennar. Eg tek sem dæmi: „eins og fara mundi hjá mörgum hér norð- ur frá, ef sundurgreina ætti ríki Indlands sem mörg eru mikiS stærri en hin ýmsu Evrópulönd." Ilér eru tvær leiðindavillur í einni setningu, leifar frá dönskum yfir- ráðum. Á íslenzku segjum við miklu stærri á sama hátt og mörgum ámm eldri, en það eru Danir, sem segja meget stfirre. Og Dan- ir segja de forskellige, en í íslenzku er greinir aldrei notaður með fomöfnum. Hér fer miklu betur á að tala um einstök Evr- ópulönd. Þess er vert að geta, að svona vill- ur rekur maður sig ekki víða á í bókinni, þó er þetta ekki eina dæmið um „hina ýmsu“. En aðalatriði málsins er það, að Rann- veig Tómasdóttir stendur flestum, ef ekki öllum, íslenzkum ferðasagnahöfundum framar í Hstfengri frásögn af löndum, þjóð- um og þjóðháttum um víða veröldu og næmleika fyrir því, hvað vert er frásagnar þeim, er heima situr. Hafi hún þökk fyrir þækur sínar og ekki sízt þá síðustu. Gunnar Benediktsson. Matthías Johannessen: Hugleiðingar og viðtöl Helgafell. Reykjavík 1963. inn „ágæti gagnrýnandi Morgunblaðs- ins, Sigurður A. Magnússon" (Sjá Reykjavíkurbréf Mrgbl. 3. marz 1963) flutti fyrir nokkru erindi um íslenzkar nú- tíðarbókmenntir og komst þá m. a. svo að orði, að herra Matthías Jóhannessen væri eitt þeirra íslenzkra skálda er hafi „gert merkilegar tilraunir til allsherjaruppgjörs við sjálfa sig, öldina og söguna ... til að ganga á hólm við samtíðina“. Því miður verður hið sama ekki sagt um mörg önnur skáld okkar samtíðar. Þar er nú til að' mynda hann Halldór Kiljan Laxness. Hef- ur hann gengið á hólm við samtíðina? Nei, það er nú eitthvað annað, segir hinn ágæti gagmýnandi Morgunblaðsins. Halldór Lax- ness hefur nefnilega ekki sézt á glímupalli samtímans síðan hann lauk við Vefarann mikla frá Kasmír. En Atómstöðin! Hún er ekki skáldskapur. Hún er satíra og ádeila, segir gagnrýnandinn. í öðrum bókum sín- um hefur Halldór Laxness farið á epískum flótta upp í sveitir eða út á nes eða aftur í aldir Islandssögu -— sem sagt: hann er eskapisti íslenzkra nútíðarbókmennta. Þessar niðurstöður gagnrýnanda Morgun- blaðsins eru bæði frumlegar og athyglis- verðar, bókmenntasögulegar nýlundur, sem eru því lofsverðari þegar þess er gætt, að höfundurinn hefur komizt fyrir um þær „samhliða tfmafreku blaðamannsstarfi“ (sjá Lesbók Morgunblaðsins 3. marz 1963). Og það er sjálfsagt vegna samskipta sinna við hinn ágæta gagnrýnanda Morgunblaðs- ins, að ritstjóri Morgunblaðsins, hólm- göngumaðurinn í íslenzkum nýbókmennt- um, herra Matthías Jóhannessen, kemst sjálfur að þessari niðurstöðu um almennt gildi bókmenntagagnrýni: „Án hennar vær- um við enn steinaldarmenn“. En gagnrýn- andi Morgunblaðsins er sýnilega farinn að týgjast herklæðum til þeirrar orustu, er hólmgöngumaður og ritstjóri Morgunblaðs- ins spáir með svofelldum orðum: „Ein- hverntíma kemur að því, að við heyjum úr- slitaorustu við steinöldina, sem eftir er í brjósti okkar.“ Þegar ég hafði lokið við að lesa bók 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.