Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Qupperneq 104
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
herra Matthíasar Jóhannessens: Hugleið-
ingar og viStöl, þótti mér tvær blaðsíður
hennar athyglisverðastar, báðar raunar ó-
tölusettar, en munu vera bls. 2 og 3. Á hinni
fyrri er skrá yfir bækur herra Matthíasar
Jóhannessens, þær er hann hefur fært í let-
ur, á hinni síðari eru einkunnarorð hókar-
innar. Af bókaskránni verður séð, að hann
hefur samið tíu bækur á fimm árum og
lekið þátt í þremur. Herra Matthías Jó-
hannessen elur sem sagt tvíbura á hverju
ári, og jafnvel einu sinni þríbura, ef allt er
talið. Þetta þætti ískyggileg viðkoma hjá
vanþróuðum þjóðum, en að sjálfsögðu mun
bókmenntagagnrýni Morgunblaðsins telja
Islendingum þetta mikið og blessað barna-
lán. Enda er það mikið afrek af svo ungum
manni, ekki sízt þegar þess er gætt, að öll
eru þessi rit skrifuð í tómstundum hans,
að loknu „tímafreku blaðamannsstarfi",
eins og Sigurður A. Magnússon komst að
orði um sjálfan sig. Mikið hlýtur þessi ungi
maður að fara vel með tíinann. Mikið hlýt-
ur honum að liggja á hjarta og mikið hlýt-
ur honum að þykja gaman að skrifa. En
svo voru það einkunnarorðin á titilblaði
bókarinnar. Þau ertt ekki valin af verri end-
anum, þau eru tekin úr kvæði Stepháns G.
Stephánssonar — Við valnið:
Og líjsins kvöð og kjarni er það að líða
og kenna til í stormum sinna tíða.
Með slíkum orðum gengur vor gladiator
fram á sviðið undir gjallandi fagnaðaróp-
um íslenzkra lesenda.
Það er víst til þess að þakka Stepháni G.
Stephánssyni fyrir lánið á einkunnarorðum
bókarinnar, að herra Matthías Jóhannessen
gerir honum svo hátt undir höfði að meta
skáldskap hans. Ifann þakkar Klettafjalla-
skáldinu með þessum orðum: „Þó eg hafi
talsverða löngun til að fullyrða að Stephan
G. hafi ekki verið stórgott skáld, hef ég
ekki vald til þess.“ Hvað veldur þessu
skyndilega lítillæti Matthíasar Jóhannes-
sens, sem talar þó að jafnaði um allt milli
himins og jarðar í þessari bók eins og sá
sem valdið hefur? Það eru tvö ljón á vegin-
um, og annað þeirra, Sigurður Nordal, sem
telur Stephán G. stórskáld. Ekki er nú höf-
uðburður hólmgöngumannsins meiri, hetju-
skapurinn ekki hnarreistari. Þó getur herra
Jóhannessen ekki setið á sér, en nartar í
skáldið — þrátt fyrir ljónin! Hann kallar
Stephán jarðbundinn einsýnismann, gefur
í skyn að sjónarhóll hans hafi verið úteyr-
arkot „jarðnesks þrönglyndis". Hann þyk-
ist taka eftir einhverjum „hælkrók" í stíl
og máli Stepháns G. og séu Islendingar
mjög ginnkeyptir fyrir slíkum glfmubrögð-
um í ljóðum, enda hafi þeir haft lítil kynni
af erlendri póesíu, „eins og hún hefur vax-
ið upp úr symbolismanum". í lok hugleið-
inga sinna um Stephán bregzt herra Jó-
hannessen þó aftur hugrekkið og hann
reynir að klóra yfir það sem hann hefur
áður sagt. Allt er þetta óhugnanlega kar-
akterlaust.
Það dettur að sjálfsögðu engum manni í
hug að fara að deila við herra Malthías Jó-
hannessen um skáldskap Stepháns G. En
átölulaust mun honum ekki leyfast að læð-
ast inn í hofið og næla sér í nokkur blöð úr
lárviðarsveig Klettafjallaskáldsins. Þetta
hefur herra Matthías Jóhannessen leyft sér
með fullkomnu blygðunarleysi. Og fyrir það
skal hann hirtur.
Þegar Matthías Jóhannessen hafði lokið
við að lesa síðustu próförkina af bók sinni
leit hann ástríkum augum á hið villulausa
opus. Slíkum augum lítur konan á nýalið
harn sitt, kýrin á karaðan kálfinn, og slík-
um augum leit jafnvel drottinn á sköpunar-
verkið þegar hann sá að það var harla gott.
Og því var ekki nema eðlilegt að Matthías
Jóhannessen kenndi nokkurrar hégómlegr-
ar gleði — gleði hins skapandi manns, þeg-
ar hann leit yfir hreina próförkina af Hug-
leiðingum og viðtölum. Þetta var nú 13.
94