Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Qupperneq 91

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Qupperneq 91
HUGLEIÐINGAR UM NÚTÍMATÓNLIST stærðfræðilegu skipulagi, sem vekur sams- konar hrifningu og lausn gestaþrautar. Enda þótt slíkur samanburður sé oft hæpinn (þar sem tónlistin er í eðli sínu ab- strakt list) virðist mér auðsæ líkindi vera með þessari tónlist og svokallaðri abstrakt málaralist. Boulez hugsar hvorki í skvrt mótuðum tónmyndum: stefjum, mótífum, hljómagangi o. s. frv., né vinnur úr þessum þáttum svo að úr verði samhengi í þeim skilningi sem ríkt hefur á öllum tímum. Höfuðaðferð hans felst aftur á móti í skipu- lagi byggðu á algjörlega óhlutlægum lög- málum, þar sem hæð tónanna, lengd, styrk- leiki og hljómblær á að vera ..fyrirfram ákveðinn“ samkvæmt þeirri viðleitni að gera „röðina" algilda. Hér ríkir í fyrsta lagi algjör misskilningur á hugmynd Schön- bergs um röðina, því að með því að binda tónbilin í röðinni tókst Schönberg um leið að veita öðrum tónrænum þáttum fullt frelsi. Þetta er innsta eðli tólftónatækni hans, og hinar eilífu andstæður listræns aga og frelsis skapa hér nýtt samræmi. En öll kurl eru ekki enn komin til grafar: sú við- leitni að ákveða allan efnivið tónlistarinnar fyrirfram ásamt ótta við að þessi efniviður birtist í ákveðnum lagrænum að hljómræn- um myndum gefur þannig hugsuðum verk- um tilviljunarkennt yfirbragð þar sem hljómblærinn, vel eða illa heppnaður, skipt- ir einn máli. Þetta hefur nýlega leitt til til- rauna með tónsmíðar, þar sem túlkandinn má hefja verkið þar sem honum sýnist og halda því áfram og ljúka því á mismunandi hátt, eftir því sem hann kýs hverju sinni (reyndar virtust eldri verk þessara tón- skálda, áður en slíkt kom til sögunnar, einnig geta verið túlkuð á þennan hátt). IV Þegar hefur verið minnzt á, að Boulez og skoðanabræður hans telja sig fvlgja for- dæmi Webems. Óþarfi er að reyna að eyða slíkri blekkingu, sem stafar af misskilningl, eins og ofanritað sýnir, á verkum þessa mikla tónlistarmanns. Hvað er þá hið raunverulega upphaf þessarar nýju stefnu? Mér virðist að þess verði að leita í verkum Stravinskys. Það vrði of langt mál að gera fulla grein fyrir þessu hér, en þó skal bent á nokkur mikil- væg atriði. Þannig hafa hljómfallstilraunir Stravinskys endað í hreinni fjarstæðu hjá hinum nýja „framverði", sem álítur að verk Schönbergs hafi ekkert nýtt að bjóða upp á hvað hljóðfall snertir, en verk Stravinskys séu aftur á móti veruleg framför á þessu sviði. Þessi hugmynd er ekki aðeins van- hugsuð heldur byggist hún einnig á slíkum misskilningi á fnimatriðum tónlistarinnar, að það virðist jafnvel erfitt að svara henni. f fvrsta lagi er fjölbrevtni hljómfallsins að- eins á einu sviði hjá Stravinsky og birtist einfaldlega í röð mismunandi takttegunda. í öðru lagi finnst slík röð, þar sem tilbreyt- ingin felst nær eingöngu í því, að tvískipt- ur og þrískiptur taktur skiptist á, í nokkr- iim af síðustu verkum Beethovens og Wagn- ers. í þriðja lagi ber það vott um takmark- aðan og algjörlega huglægan skilning að treysta slíkum aðferðum og mönnum, sem byggja alla fjölbreytni hljómfallsins á þeim, því að þessi fjölbreytni birtist á miklu dýpri hátt þegar hún orkar — eins og hjá öllum miklum tónskáldum síðan á dögum Bachs, og einkum hjá Schönberg sjálfum — á mörgum sviðum í einu, það er að segja með samleik mismunandi tónhend- inga. Dæmi um þennan hátt (sem kalla má margþætt hljómfall) eru svo mörg allt frá því á átjándu öld til tónlistar Schönbergs (þar sem lengra er gengið en nokkru sinni fyrr), að óþarfi er að nefna nokkur sérstök. En áhrif Stravinskys eru þó höfuðþáttur- inn í þróun tónlistarinnar nú sem stendur kynni einhver að segja. 185
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.