Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Page 35
ísland hefnr enga forsögu
unni sem þeir hafa grafið sig niður í, aðrir sem aldrei virðast geta tyllt tá
á fast land. Hvorirtveggj u eru jafnómögulegir.
Þegar hugsað er til þess að fornleifarannsóknir eiga sér ekki nema rösklega
hundrað ára sögu, er árangurinn undraverður, ef rétt er að þœr veiti sýn yfir
mannlíf í Evrópu a. m. k. 25 þúsund ár aftur í tímann. Einhvers staðar hlýtur
að vera getið í eyðurnar?
Hlutverk fornleifafræðinnar er að reyna að rekja feril mannkynsins á þeim
mörgu tugþúsundum ára, sem engar sögur eru til um. Það má nærri geta, að
stikla verður á stóru, og margt er það enn, sem vanskilið er. En það er ötul-
lega unnið í öllum löndum heims og fyllt er upp í eyðurnar smátt og smátt.
Það er ekki áhlaupaverk að skapa heild, samhangandi menningarsögu úr
þeim einhæfu brotabrotum, sem varðveitzt hafa. En húsið er þó að verða
fokhelt, svo verður það tilbúið undir tréverk og einhvern tíma verður hægt að
mála og dúkleggja. Ég þarf varla að taka fram, að ég er hér að tala um forn-
leifafræði almennt, ekki íslenzka fornleifafræði.
Nokkrir hafa leitt hugann að forsögu Islands. Eg minnist skrifa Einars
Benediktssonar. Hann kynnti sér hella á Suðurlandi og sagðist geta sannað
með rökum að margir þeirra vœru eldri en hin norrœna landssaga. Hefur sú
fullyrðing verið hrakin?
Það er einkennilegt og eiginlega sálfræðilegt rannsóknarefni, hvernig
þessi hellarómantík Brynjúlfs frá Minnanúpi (blessuð sé og verði hans minn-
ing hér í Þjóðminjasafni) og Einars Benediktssonar hefur runnið inn í íslend-
inga. Menn halda dauðahaldi í þessar getgátur og hafa þær fyrir helgar kýr.
Einar taldi sig hafa fundið í einum hellinum, í Hellnatúni í Asahreppi, róm-
verskt letur frá 4. öld. Hefur það verið tekið til frekari athugunar?
Já, vissulega. Matthías Þórðarson rannsakaði fjölmarga manngerða hella
í Arnessýslu og Rangárvallasýslu og skrifaði um þá framúrskarandi skýra
greinargerð í Árbók fornleifafélagsins 1930—31. Það sem Einar Benedikts-
son sá í Hellnatúnshelli og las S J G IV og þýddi Saeculo Jesu Generationis
Quarto, er í rauninni fangamark S J S, Sigurðar Jónssonar eða þvíumlíkt,
vafalítið frá 17. eða 18. öld. Þeir sem eru miður sín af illkynjaðri hellatrú
ættu að lesa þessa heilsusamlegu grein Matthíasar, þar sem hann segir meðal
annars: „Það er eðlilegra að hugsa, að þeir (hellarnir) muni gerðir af þeim
mönnum, sem vér vitum að voru hér, en af mönnum sem vér vitum ekki til að
23 TMM
353