Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Page 40

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Page 40
Tímarit Máls og menningar Greftrunarsiðir voru svipaðir um öll Norðurlönd á víkingaöld og verkfæra- kostur og skartgripir og vopnabúnaður líka. Þó er nokkur munur á, einkum í tízkubundnum smáatriðum í skartgripagerð. Flestar íslenzkar grafir eru með þeim ummerkjum, að þær hefðu getað eins vel fundizt í Noregi eða jafnvel í Svíþjóð eða Danmörku. Þó held ég, að sterkastur sameiginlegur svipur sé með íslenzkum og norskum legstöðum heiðinna manna. En svo kemur hitt, að hér hafa fundizt fáeinir forngripir, sem eiga sér lítt eða ekki samsvörun í Noregi, þótt allur þorrinn sé alveg eins og þar. Shetelig prófessor benti fyrst- ur á að hér fyndust nokkrir hlutir, sem telja yrði af austurskandínavískum uppruna eða baltneskum, og þetta hefur síðan oft verið eftir honum haft. Ég lield að þetta sé líka rétt. Barði Guðmundsson hélt þessu talsvert á lofti og notaði til að styðja þær kenningar um uppruna íslendinga og íslenzkrar menn- ingar, sem hann vann að að móta á síðustu árum sínum. Ég tel varhugavert að draga miklar ályktanir um uppruna íslendinga af þessum fáu austurskand- ínavísku hlutum, sem hér hafa fundizt. Þá mætti eins skýra með því að ís- lendingar á 10. öld hafi haft meiri verzlunarviðskipti austur þangað en við vitum nú. Reyndar er ekkert ólíklegt, að íslenzkir kaupmenn hafi siglt skip- um sínum til verzlunarstaða við Eystrasalt, t. d. til Birka í Leginum, ellegar kaupmenn þaðan hafi komið hingað. Verzlun íslendinga hefur áreiðanlega ekki verið einskorðuð við Noreg á söguöld. En það er reyndar eitt atriði í íslenzkum greftrunarsiðum, sem er sérkennilegt. Hér virðist áreiðanlega aldrei hafa verið viðhöfð líkbrennsla, en á Norðurlöndum var hún eins al- geng á víkingaöld og jarðsetning, þó fátíðust í Danmörku. En það er tilgangs- laust að gera því skó, að íslendingar eigi til að telja einhverrar norrænnar þjóðar, sem ekki hafði líkbrennslu, því að slík þjóð var ekki til. Nei, forfeður okkar hafa lagt af þennan sið, þegar þeir komu hingað í nýtt land, ef til vill af því að hann hefur þá þegar verið orðinn laus í sessi, sem sagt deyjandi sið- ur, og kristnin við bæjardyrnar. Kannski líka Þorskfirðingar hafi synjað um hrísið. Aðrir halda fram stœrri hlut íra í landnámi íslands. Hvaða minjar hafa fundizt hér eftir Kelta? Líklega hafa margir írar flutzt liingað á landnámsöld, eins og ævinlega hefur verið almennt talið. En minjar um þá hafa engar fundizt né heldur neina aðra Kelta. Og hvað er þá að segja um mannlíf hér fyrir landnámsöld? Reynist kannski 358
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.