Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Page 43

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Page 43
ísland hefur enga forsögu Nei, ég segi það aftur, engar slíkar minjar hafa fundizt, ekki tangur né tetur. Ég hef leyft mér að kalla þessa trú á þjóð hér á landi fyrir landnáms- öld andatrú hina nýju. Þetta er eiginlega spíritismi. Og allur spíritismi er mjög vinsæll hér á landi, það sýna metsölubækurnar um þau efni. Hinn nýi spíritismi á áreiðanlega marga áhangendur, og jafnvel ólíklegustu menn virð- ast hafa gengið honum á hönd. Ég segi þetta engum til lasts. Mér dettur ekki í hug að fullyrða, að ekki kunni einhvern tíma að koma fram óvefengjanleg sönnun fyrir lífi eftir dauðann. Heldur ætla ég ekki að fortaka, að enn eigi eftir að finnast fornleifar hér á landi, sem sýni það ótvírætt, að hér hafi ver- ið þjóð á undan landnámsmönnum okkar. En ég hef enga von um það. Mætti það ekki heita makalaus fyrirmunun, að maður skuli aldrei aldrei aldrei rekast á ögn eða ýru, sem þessi þjóð hefur eftir sig látið, en allt sem við finn- um og reyndar er alltaf að finnast skuli einmitt vera eins og það á að vera eftir okkar gömlu sögum, það er allt saman frá norrænum 10. aldar mönnum. / svari til Björns segir Halldór Laxness: „Sé það staðreynd sem Björn Þor- steinsson greinir um landnám íra á íslandi, þá er hún ein þeirra sem gleymst hefur að sfcrá á spjöld sögunnar, og endurminning um atburðina hvorki geymst með írum. íslendíngum né öðrum mönnum; og ekki í fornleifum held- ur.“ Hefur Halldór hér rök að mœla? Þessu er í rauninni þegar svarað. Já, Halldór hefur rök að mæla. Mig furðaði nokkuð á því að svo virtist á tímabili sem Björn Þorsteinsson væri að taka huldufólkstrúna, en það var ágætt að Halldór Laxness skyldi koma til liðs við heilbrigða skynsemi í þessu máli. Og ef við víkjum nú lítilsháttar að sögutímanum. Er ekki svo að ýmsar rannsóknir sem þið hafið gert staðfesti sannleiksgUdi fornsagnanna, t.a. m. Njálu? Sigurður Vigfússon vildi nota fornleifarannsóknir fyrst og fremst til þess að sanna íslendingasögumar. Nú teljum við hlutverk hennar vera að safna heimildum að menningarsögu. En þá er vitanlega vel, ef hún getur stöku sinn- um varpað ljósi á almenna sögu eða bókmenntasögu. Stundum getur hún fyllt upp í einhverja sögulega eyðu, og einstöku sinnum, ef til vill, sannað eða afsannað eitthvað, sem stendur í fornsögum. Það var til dæmis skemmtilegt að koma niður á brunarústir frá söguöld á Bergþórshvoli, ekki sízt þar sem þær voru jafngreinilegar og þær voru, þótt ekki væru þær nema af fjósi. En í þessu efni, sem þú spyrð um, höfum við samt ekki af miklu að státa. Þær 361
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.