Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Blaðsíða 43
ísland hefur enga forsögu
Nei, ég segi það aftur, engar slíkar minjar hafa fundizt, ekki tangur né
tetur. Ég hef leyft mér að kalla þessa trú á þjóð hér á landi fyrir landnáms-
öld andatrú hina nýju. Þetta er eiginlega spíritismi. Og allur spíritismi er
mjög vinsæll hér á landi, það sýna metsölubækurnar um þau efni. Hinn nýi
spíritismi á áreiðanlega marga áhangendur, og jafnvel ólíklegustu menn virð-
ast hafa gengið honum á hönd. Ég segi þetta engum til lasts. Mér dettur ekki
í hug að fullyrða, að ekki kunni einhvern tíma að koma fram óvefengjanleg
sönnun fyrir lífi eftir dauðann. Heldur ætla ég ekki að fortaka, að enn eigi
eftir að finnast fornleifar hér á landi, sem sýni það ótvírætt, að hér hafi ver-
ið þjóð á undan landnámsmönnum okkar. En ég hef enga von um það. Mætti
það ekki heita makalaus fyrirmunun, að maður skuli aldrei aldrei aldrei
rekast á ögn eða ýru, sem þessi þjóð hefur eftir sig látið, en allt sem við finn-
um og reyndar er alltaf að finnast skuli einmitt vera eins og það á að vera
eftir okkar gömlu sögum, það er allt saman frá norrænum 10. aldar mönnum.
/ svari til Björns segir Halldór Laxness: „Sé það staðreynd sem Björn Þor-
steinsson greinir um landnám íra á íslandi, þá er hún ein þeirra sem gleymst
hefur að sfcrá á spjöld sögunnar, og endurminning um atburðina hvorki
geymst með írum. íslendíngum né öðrum mönnum; og ekki í fornleifum held-
ur.“ Hefur Halldór hér rök að mœla?
Þessu er í rauninni þegar svarað. Já, Halldór hefur rök að mæla. Mig
furðaði nokkuð á því að svo virtist á tímabili sem Björn Þorsteinsson væri
að taka huldufólkstrúna, en það var ágætt að Halldór Laxness skyldi koma
til liðs við heilbrigða skynsemi í þessu máli.
Og ef við víkjum nú lítilsháttar að sögutímanum. Er ekki svo að ýmsar
rannsóknir sem þið hafið gert staðfesti sannleiksgUdi fornsagnanna, t.a. m.
Njálu?
Sigurður Vigfússon vildi nota fornleifarannsóknir fyrst og fremst til þess
að sanna íslendingasögumar. Nú teljum við hlutverk hennar vera að safna
heimildum að menningarsögu. En þá er vitanlega vel, ef hún getur stöku sinn-
um varpað ljósi á almenna sögu eða bókmenntasögu. Stundum getur hún
fyllt upp í einhverja sögulega eyðu, og einstöku sinnum, ef til vill, sannað eða
afsannað eitthvað, sem stendur í fornsögum. Það var til dæmis skemmtilegt
að koma niður á brunarústir frá söguöld á Bergþórshvoli, ekki sízt þar sem
þær voru jafngreinilegar og þær voru, þótt ekki væru þær nema af fjósi. En í
þessu efni, sem þú spyrð um, höfum við samt ekki af miklu að státa. Þær
361