Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 74

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 74
Tímarit Máls og menningar fyrir manni eins og Elíasi mínum við útförina, svo ég tel víst, að það sé það eina sem hægt er að gera. En ef presturinn veit einhver önnur betri ráð, er honum, af minni hendi, frjálst að beita þeim. — Ég — er hræddur um — að ég skilji — ekki alveg hvað þú átt við, stamar presturinn vandræðalega. — Skiljir ekki? hváir ekkjan. Og áður en vinkona hennar nær að taka af henni orðið, rennur upp ljós fyrir henni og hún heldur áfram: Nú, það er kannski ekki von, ég hef líklega ekki útskýrt þetta nógu vel. En mergurinn málsins er sá, að hann Elías minn er svo jarðbundinn að hann fæst ekki til að trúa því að hann sé skilinn við, hvað þá að liggja kyrr í sinni gröf, heldur er kominn í slagtog með einhverjum bölvuðum óþokkum, sem spana hann upp og láta hann eyðileggja og skemma allt á þessu heimili. Hann hefir viðurkennt þetta sjálfur á miðilsfundi, ef presturinn trúir mér ekki ... Vitanlega trúir presturinn ekki öðru eins og þessu — og það um mann, sem hann hefir sjálfur jarðsungið, og meir að segja með einhverri þeirri beztu líkræðu, sem honum hefir tekizt að semja. Hann er bersýnilega sleginn ótta, ekki við hinn jarðbundna eiginmann, heldur ekkjuna. En hún heldur fast við sitt. Hefir hún þá séð eitthvað yfirnáttúrlegt? Onei, en hana hefir dreymt. Presturinn reynir að komast að með einhverja speki, sem sálfræðingar hafa sagt um drauma. En hvorug kvennanna hlustar á slíka speki, háðar hafa ör- ugga reynslu af áreiðanleik drauma. Samt sem áður færist prestur undan því að skipta sér af þessu máli, ekki vegna þess að hann sé andvígur spírit- isma, síður en svo, sjálfur hefir hann fengið óvefengjanlegar sannanir úr þeirra átt — en samt sem áður — hann er alls ekki viss um að það sé við- eigandi að hann skipti sér af þessu. Hann kemur sér ekki að því að láta hina raunverulegu ástæðu uppi: óttann við smávöxnu, dökkbrýndu og hvasseygu konuna, sem sækir aðstoð hans svo fast. Aftur á móti er hann með á nótunum þegar vinkona ekkjunnar kemur að orði. Loks tekur ekkjan skarið af. — Nú, ef presturinn vill ekki gera neitt, þá er ekkert um það tala. Mér fannst það ekki standa öðrum nær. — Ég skil það, ég skil það, segir presturinn afsakandi og togar í fingur sér svo að brestur hátt við. Andartak er þögn og ekkjan er djúpt hugsi, eins og spilamaður sem á eitt tromp eftir á hendi, og er efins um hvort hann á að slá því út eða ekki. En skyndilega tekur hún ákvörðun og lætur það hvína: — Það verður þá að hafa það. En ef ég hefði ekki verið búin að hafa spurnir 392
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.