Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 106

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 106
Tímarit Máls og menningar plani smáborgarans, satt að segja má heita að þær séu allar horfnar bakvið fánýta ergi sem snýst í tómi; ergin hefur gleypt aðrar hvatir og er orðin sjálfri sér næg og eyðir sjálfri sér. Tómas Jónsson er tímanna tákn. En jafnframt er Tómas Jónsson ekki Tómas Jónsson, heldur yfirskin og fyrir- sláttur, og höfundurinn tekur sér stöðu með persónunni andspænis lesandanum, horfir á lesandann gegnum augntóftir persónunn- ar. Það hleypur ofvöxtur í persónuna. Hún verður höfundinum að tilefni til að kveða bölbænir yfir lífinu sem ekki er líf, til að hæða hina „sérstæðu íslenzku hímandi feigð og sjálfsánægju, hinn langlífa dauða“, -— hún verður að tilefni heimspekilegrar rapsódíu um einmanaleik og hnignun, til- efni einkennilega beiskrar og saltrar ljóð- rænu sem er eitt af sterkustu einkennum bókarinnar; ýmislegt í þessari hók leiðir hugann að fyrstu bók Guðbergs, ljóðakver- inu Endurteknum orðum, fremur en að öðrum bókum hans. Þá má ekki gleyma því að þetta er „saga í hólfum“, með fjöld- ann allan af innskotum: „þjóðsögum", háðsögum, óhugnaðarsögum (histoires macahres) sem eiga fáa sína líka í íslenzk- um bókmenntum, en þessi innskot hafa þau ein tengsl við Tómas Jónsson að svo er lát- ið heita að þær séu varðveittar í minni hans. Höfundur losar sem sé öll höft af forminu, margbrýtur það þvers og langs og á dýptina, gefur sjálfum sér frjálsar hend- ur og sýnir lesandanum svart á hvítu að hvorki höfundinum né persónum hans er að treysta. Það sem er skrítnast um Tómas Jónsson, og hlýtur framar öllu öðru að rugla les- endur í ríminu, er það að bókin er þannig bæði hlutlæg og huglæg, hvað innan um annað og án fyrirvara, persónulegur skáld- skapur og óháð frásögn; að þar er sagt „ég“ eins og „ég“ sé eitt og allt, en um leið sýnt samfélag sem við þekkjum vel: íslenzkt eða öllu heldur reykvískt samfélag þeirra tíma þegar auðmagnið er tekið að dafna, þeirra kapítalistísku landvinninga- og landránstíma sem hér eins og víðast ann- arsstaðar virðast hafa í för með sér átakan- lega andans örbirgð, menningarlegt getu- leysi og smáborgaralegan ömurleik. I þeim umbrotum sem átt hafa sér stað í skáldsagnagerð undanfarin ár hefur mjög borið á því að höfundar hafa varla talið sér fært að tala nema í eigin nafni og um sjálfa sig: bækur þeirra, sem í rauninni eru ennþá kallaðar skáldsögur aðeins af gömlum vana, hafa oft hneigzt í þá átt að vera einberar persónulegar játningar, þeg- ar þær hafa þá ekki verið tómar hluta- skrár. Það er að sönnu augljóst af þeirri bók sem hér er rætt um að Guðbergur Bergsson hefur ekki afsalað sér hinum hlutlæga venileika, þó að hann hafi reynd- ar verið enn nálægari í fyrri bókum hans í sundurlausu máli. Eitthvert ágóðavænlegasta verkefni bók- menntarýni er að athuga samskipti nýs og gamals, átök nýs bókmenntastíls og bók- menntalegrar hefðar, viðleitni nýs veru- leika til að brjótast undan oki bókmennta- hefðarinnar. Þegar sannarlega ný bókmenntaverk koma fram, reka menn jafnan fyrst augun í það sem er nýtt í þeim og í andstöðu við það sem áður var þekkt. Síðarmeir kann þó að koma í Ijós að hinir djörfu höfundar áttu þrátt fyrir allt einhverjar rætur í fortíðinni, og að með dirfsku sinni ávöxtuðu þeir arfinn stórum betur heldur en hinir sem fóru troðnar brautir og vildu „skrifa klassísk verk“. Guðbergur Bergsson hefur í ritum sínum hrotið nýjum veruleika braut inn í íslenzk- ar bókmenntir, auðgað þær að nýrri tón- tegund. Nýjasta bók hans er m. a. ólík öðr- tim bókum hans um það að hún er „niður- 424
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.