Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 106
Tímarit Máls og menningar
plani smáborgarans, satt að segja má heita
að þær séu allar horfnar bakvið fánýta
ergi sem snýst í tómi; ergin hefur gleypt
aðrar hvatir og er orðin sjálfri sér næg og
eyðir sjálfri sér. Tómas Jónsson er tímanna
tákn.
En jafnframt er Tómas Jónsson ekki
Tómas Jónsson, heldur yfirskin og fyrir-
sláttur, og höfundurinn tekur sér stöðu með
persónunni andspænis lesandanum, horfir
á lesandann gegnum augntóftir persónunn-
ar. Það hleypur ofvöxtur í persónuna. Hún
verður höfundinum að tilefni til að kveða
bölbænir yfir lífinu sem ekki er líf, til að
hæða hina „sérstæðu íslenzku hímandi
feigð og sjálfsánægju, hinn langlífa dauða“,
-— hún verður að tilefni heimspekilegrar
rapsódíu um einmanaleik og hnignun, til-
efni einkennilega beiskrar og saltrar ljóð-
rænu sem er eitt af sterkustu einkennum
bókarinnar; ýmislegt í þessari hók leiðir
hugann að fyrstu bók Guðbergs, ljóðakver-
inu Endurteknum orðum, fremur en að
öðrum bókum hans. Þá má ekki gleyma
því að þetta er „saga í hólfum“, með fjöld-
ann allan af innskotum: „þjóðsögum",
háðsögum, óhugnaðarsögum (histoires
macahres) sem eiga fáa sína líka í íslenzk-
um bókmenntum, en þessi innskot hafa þau
ein tengsl við Tómas Jónsson að svo er lát-
ið heita að þær séu varðveittar í minni
hans. Höfundur losar sem sé öll höft af
forminu, margbrýtur það þvers og langs og
á dýptina, gefur sjálfum sér frjálsar hend-
ur og sýnir lesandanum svart á hvítu að
hvorki höfundinum né persónum hans er
að treysta.
Það sem er skrítnast um Tómas Jónsson,
og hlýtur framar öllu öðru að rugla les-
endur í ríminu, er það að bókin er þannig
bæði hlutlæg og huglæg, hvað innan um
annað og án fyrirvara, persónulegur skáld-
skapur og óháð frásögn; að þar er sagt
„ég“ eins og „ég“ sé eitt og allt, en um
leið sýnt samfélag sem við þekkjum vel:
íslenzkt eða öllu heldur reykvískt samfélag
þeirra tíma þegar auðmagnið er tekið að
dafna, þeirra kapítalistísku landvinninga-
og landránstíma sem hér eins og víðast ann-
arsstaðar virðast hafa í för með sér átakan-
lega andans örbirgð, menningarlegt getu-
leysi og smáborgaralegan ömurleik.
I þeim umbrotum sem átt hafa sér stað
í skáldsagnagerð undanfarin ár hefur mjög
borið á því að höfundar hafa varla talið
sér fært að tala nema í eigin nafni og um
sjálfa sig: bækur þeirra, sem í rauninni
eru ennþá kallaðar skáldsögur aðeins af
gömlum vana, hafa oft hneigzt í þá átt að
vera einberar persónulegar játningar, þeg-
ar þær hafa þá ekki verið tómar hluta-
skrár. Það er að sönnu augljóst af þeirri
bók sem hér er rætt um að Guðbergur
Bergsson hefur ekki afsalað sér hinum
hlutlæga venileika, þó að hann hafi reynd-
ar verið enn nálægari í fyrri bókum hans
í sundurlausu máli.
Eitthvert ágóðavænlegasta verkefni bók-
menntarýni er að athuga samskipti nýs og
gamals, átök nýs bókmenntastíls og bók-
menntalegrar hefðar, viðleitni nýs veru-
leika til að brjótast undan oki bókmennta-
hefðarinnar.
Þegar sannarlega ný bókmenntaverk
koma fram, reka menn jafnan fyrst augun
í það sem er nýtt í þeim og í andstöðu
við það sem áður var þekkt. Síðarmeir
kann þó að koma í Ijós að hinir djörfu
höfundar áttu þrátt fyrir allt einhverjar
rætur í fortíðinni, og að með dirfsku sinni
ávöxtuðu þeir arfinn stórum betur heldur
en hinir sem fóru troðnar brautir og vildu
„skrifa klassísk verk“.
Guðbergur Bergsson hefur í ritum sínum
hrotið nýjum veruleika braut inn í íslenzk-
ar bókmenntir, auðgað þær að nýrri tón-
tegund. Nýjasta bók hans er m. a. ólík öðr-
tim bókum hans um það að hún er „niður-
424