Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Síða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Síða 109
Umsagnir um bœkur til þess að setja saman vandaðar handbæk- ur í sögu að lokinni 40 stunda vinnuviku við framhaldsskóla og við mjög mikinn skort nýrra vísindarita, eiga því miklar þakkir skilið, og þótt eitthvað verði að verkum þeirra fundið, mega menn ekki gleyma því, hve þörf þau eru. Það þykir nú góð latína meðal margra sagnfræðinga að fjalla fremur um ýmis vandamál sögunnar heldur en eitthvert á- kveðið tímahil hennar. Það tímabil, sem Sverrir Kristjánsson fjallar um í bók sinni, er eitt dramatískasta skeið Evrópusög- unnar og eitt hið örlagaríkasta fyrir alla þróun Evrópu síðan. Ber þar hæst þrjú meginvandamál: sigur kristninnar, fall Rómaveldis og samskipti (og sums staðar samruni) hinna tveggja þjóða, Germana og íhúa Rómaníu. Allur skilningur bæði á þessu tímahili og þeim öldum, sem á eftir fara, hlýtur að mótast af þeim svönim, sem menn gefa við þessum aðalvandamálum, t. d. hvort menn telja, að Germanar hafi ekki haft nein önnur áhrif á Rómaníu en þau að brjóta niður þá menningu, sem þar var til staðar, eða hvort þeir álíta, að Ger- manar hafi lagt eitthvað af mörkum til að byggja upp nýja menningu. En til þess að varpa ljósi á svo yfirgripsmikil vandamál, verður í rauninni að segja alla sögu þessa tímabils. Það er markmið Sverris Krist- jánssonar með sinni bók. Höfundur hefur skipt bók sinni í þrjá nokkuð jafna hluta. I fyrsta hlutanum segir hann frá ástandi Rómaveldis og granna þess á fjórðu ö]d. Upphaf sögu Róma- veldis á þessum tíma er tilraun keisaranna Díókletíans og Konstantíns til þess að rétta heimsveldið við eftir hina miklu kreppu, sem nærri hafði riðið því að fullu á þriðju öld. Fyrir þessu öllu gerir höf. mjög skýra grein, og lætur hann sér ekki nægja að lýsa breytingum keisaranna á herskipun og stjórnarfari, heldur reynir einnig að rekja undirrót þeirra: þá þróun efnahagslífs og þjóðfélags, sem þá átti sér stað í Rómaveldi. Telur hann, að hnignun þrælahalds hafi verið meginorsök allra ann- arra breytinga, sem þá urðu í rómversku þjóðlífi. Höf. rekur síðan ekki innanríkis- sögu Rómaveldis á fjórðu öld í smáatrið- um, heldur lætur sér nægja að skýra frá því, sem óneitanlega hefur orðið afdrifa- ríkast fyrir síðari tíma: samskipti keisara og kristinna manna og tengir reyndar við þá sögu frásagnir af helztu atburðum stjórnmálanna. 011 er frásögnin mjög skýr og lifandi. Loks segir Sverrir frá lífi og menningu granna Rómaveldis. Germönum lýsir hann mest eftir frásögn þeirra Cæsars og Tacitusar, en hann bindur sig þó ekki við Germana eina, eins og mörgum hefur hætt til, heldur segir einnig frá öðrum þjóðum á landamærum Rómaveldis, t. d. Aröbum og írönskum hirðingjum, sem ekki liafa alltaf skipað ýkja mikið rúm í sögu- bóktim. I síðasta hluta hókarinnar segir höf. frá trúarbrögðum og andlegri menningu tíma- bilsins. Segir hann fyrst sögu kirkjunnar, en lokakaflinn er almenn bókmennta- og hugmyndasaga. Þar bindur hann sig þó ekki við það tímabil, sem hann annars er að fjalla um, heldur hefur frásögn sína miklu fyrr og byrjar á upphafi grískrar heimspeki á 6. öld f. Kr. Þessi uppbygg- ingaraðferð er heldur óheppileg fyrir heild- argerð bókarinnar (og ritsafnsins), en hef- ur að vísu þá kosti að sigur kristninnar og kristin heimspeki birtist manni ekki sem einangrað fyrirbæri heldur sem liður í gamalli menningarþróun. Þessi hluti bókar- innar er ekki síður efnismikill og skýr en fyrri hlutinn. 1 öðrum hluta bókarinnar segir Sverrir frá sjálfum þjóðflutningunum, innrásunum inn í Rómaríki, stofnun þjóðflutningaríkj- anna og sögu þeirra til ársins 630. Þetta er 427
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.