Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 110

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 110
Tímarit Máls og menningar eini hluti bókarinnar, sem er eingöngu at- burð'asaga. Það er mjög vel til fundið að setja þannig dramatíska frásögn atburða inn á milli lýsinga á jjjóðfélagsbyggingu, efnahagslífi og andlegu lífi, og er það í rauninni aðeins slík frásögn, sem getur gefið nokkra hugmynd um stórfengleik þeirra atburða, sem voru að gerast á þess- um tíma. Hinu er þó ekki að neita, að mér finnst þetta einna sfzti kafli bókarinnar. Nöfnin verða of mörg fyrir lengd kaflans og frásögnin oft full flókin, þannig að það vantar þá dramatísku reisn, sem atburðun- um hæfir. Athugandi hefði verið að fórna ýmsum mannanöfnum og atburðalýsingum, sem litlu máli skipta, en leggja því meiri áherzhi á það að ná blæ og stemningu tíma- bilsins með allýtarlegri lýsingu hinna mik- ilvægustu atburða (eða atburða, sem ljósi varpa á þennan tíma og viðbrögð fólksins sem þátt tók í atburðunum. Nokkrar ágætar sögur af þessu tagi eru í bókinni, m. a. sagan um Symmachus og skilmingamennina (bls. 269)). En þetta hefur kannske enginn getað gert síðan rómantískir sagnfræðingar dóu út. Eg minntist áðan á ýmis vandamál þessa tímabils mannkynssögunnar. Bók Sverris er byggð upp á mjög skýran og rökréttan hátt, en hvernig tekst honum að fjalla um þessi vandamál? Það vandamál, sem hann hefur mestan áhuga á, er hrun Rómaveldis, og verður honum naumast láð það. Er það skemmst að segja, að hann bregður mjög skýru Ijósi á þessa torleystu gátu og er öll frásögn hans ákaflega skemmtileg og fróðleg. Hann lýsir bæði þeim þjóðfélagslegu breytingum og þeim atburðum stjórnmála, sem ollu hnignun Rómaveldis, og tekur það einnig til umræðu, að hve miklu leyti Rómaveldi hafi í rauninni hrunið við innrásir óþjóð- anna og hvað hafi varðveitzt næstu aldir. Loks lýsir hann einnig mjög vel uppdrætti og hægu andláti klassískrar menningar. Höfundur lýsir einnig ýtarlega sigri kristindómsins og viðskiptum kristinna manna við ríkisvaldið, en þó finnst mér nokkuð á vanta til þess að helztu vanda- málin í sambandi við sigur kristinnar trúar yfir öðrum trúarbrögðum og afstöðu henn- ar til klassískrar menningar séu sett fram á nógu skýran hátt. Þessu veldur m. a. upp- bygging bókarinnar. Til þess að geta skilið vel útbreiðslu og sigur kristinnar trúar í Rómaveldi, sem frá er sagt í fyrsta hluta bókarinnar, er nefnilega nauðsynlegt að þekkja þróun hugmyndaheims og trúar- hragða íbúa hellenísku ríkjanna og síðar Rómaveldis, sem ekki er sagt frá fyrr en í þriðja hluta bókarinnar. Þótt höfundur drepi á mörg vandamál og reyni að skýra þau, koma þau ekki nógu vel í 1 jós vegna þessa klofnings, og heildarsýn yfir þau vantar. Höfundur bendir reyndar á fjöl- margt, sem kristin trú hefur hnuplað úr klassískri heimspekierfð. Hann reynir einn- ig að skýra sigur kristindómsins með því að boðun guðsríkis á jörðu hafi mjög höfðað til allrar alþýðu, en heimspekin hafi verið stöðnuð orðin og allfjarri lífinu og ný- platónisminn naumast getað höfðað til annarra en menntaðrar yfirstéttar. Þetta er vafalaust hverju orði sannara. En það hefði kannske verið rétt að athuga hlutina nánar, vegna þess að kristindómurinn hefur þó þrátt fyrir allt „valdið slíkum sögulegum þáttaskilum i þróun Evrópu, að fádæmi eru“ (eins og höfundur segir um trúmála- stefnu Konstantíns, en þótt sá morðingi og dýrlingur hafi voldugur verið, hefði hann naumast getað mótað menningarsögu Ev- rópu í meira en 1600 ár, ef ekki hefðu sterkari öfl verið að verki). Til þess hefði þurft að bera kjama kristindómsins saman bæði við eldri heimspeki og þau trúar- 428
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.