Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Side 101

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Side 101
Þrjú ung sagnaskáld skáldskap, en því aðeins verður til góður skáldskapur, að efnið velji form við sitt hæfi. Ég held, að ungu skáldin okkar eyði of mikilli orku í vangaveltur um form, en gæti þess ekki sem skyldi, að sérhver ný skáldleg hugmynd fæðir af sér nýtt form á jafn eðlilegan hátt og jörðin tekur lita- skiptum með nýjum degi. En nýtt og af- brigðilegt form af einhverju tagi virðist nú vera höfuðkrafa þeirra, sem einkum þykja til þess kallaðir að gagnrýna og leiðbeina á vettvangi listanna. Að sjálfsögðu beygja ungu listamenn- irnir sig fyrir þessum kröfum, og því mið- tir virðast sumir þeir, sem afla vilja sér viðurkenningar sem listamenn, telja það nægja til listrænna afreka að hafa í frammi einhverjar hundakúnstir, sem engum öðr- um hefur hugkvæmzt að beita. Guðbergur Bergsson virðist mjög undir þeirri sök. Form þáttanna í Ástum samlyndra hjóna, stíll og málfar er allt með svo óvenjulegum hætti, að það er greinilegt, að höfundttr leggur á það aðalþungann. Þetta tel ég orsök að meginljóði ritmennsku hans. At- burðarás verður ruglingsleg og ekki sann- færandi, frásögn vefst þokuhjúp, en bregð- ur ekki ljósi yfir viðfangsefnið. Hann fær- ist hvað eftir annað allt of mikið í fang með táknum og stórmerkjum, svo að úr verður botnlaus endileysa. Hispursleysi er krafa tímans og hefur verið baráttumál á íslenzkum ritvelli allt frá tilorðningu Bréfs til Láru. Nú virðast ungir rithöfundar, og Guðbergur ekki sízt, hafa sett sér það mark að yfirstíga Þórberg í hispursleysi, en virðast ekki hafa áttað sig á því, að hisp- ursleysi er eitt, en dónaskapur allt annars eðlis. Orðbragðið í þessari bók Guðbergs er dónalegt með ódæmum. Til að sanna, að ég fer ekki með staðlausa stafi, neyðist ég til að tilfæra nokkur dæmi, en bið fyrir- fram mikillar fyrirgefningar á því, að svona orðbragð skuli fyrirfinnast í ritgerð, sem tengd er mínu nafni. Sagan um afa, sem ekki vildi láta vernd- arana fá jörðina sína, er mikil náma þessa góðgætis. Hann keppir við sonar- og dótt- ur9onu sína í þeirri íþróttagrein að spræna sem hæst. Einn drengurinn tekur eftir því, að afi „brettir skorpinn tillann og hreytir sprænum í vegginn". Síðan segir drengur: „ég bretti upp á hann eins og afi, mjólka, rym og þrýsti á hettuna“. Og enn segir þessi ungi drengur: „Mig langar til að kyssa hund og láta hann sleikja á mér tillann" (bls. 77). Og enn segir: „Ég hef heyrt það hundrað sinnum hvemig pabbi bilaðist í pungnum eftir hettusóttina, sem hljóp í fertug eistun á honum“. Kona þessa manns og systur hennar „kölluðu guð sér til hjálpar og eistunum (bls. 78). Maðurinn tók inn beisk meðul, „gretti sig en batnaði lítið í pungnum" (bls. 79). Drengurinn „bað stundum fyrir pabba og pungnum á kvöldin" (bls. 79). Einn tengdasonanna er sagður innsti koppur í búri varnarliðsins, „sem þeir míga í“. Tengdafaðirinn mígur mjólkurafurðum (bls. 101). Einn borgar offramleiðslu með sköttum, svo annar geti migið mjólkurafurðum. „Ég, sonur pabba, á að leggjast á hnén í bæn og get látið hann míga upp í mig hvenær sem hann vill og hverju sem hann vill“ (bls. 101). Svo sem fram hefur komið, hefur höf- undur sérstakar mætur á nafnorðinu pung- ur og sögninni að míga. Það lítur ekki út fyrir, að hann hafi tekið mark á máli ís- lenzkufræðinganna, sem eru í útvarpinu að vara menn við ofnotkun einstakra orða. í einni sögunni er fjórum sinnum sagt frá því um einn og sama manninn, að hann hafi lyft undir punginn, þar sem hann sat á stóli. Fyrst manninum þykir athöfnin svona skáldleg, hví í ósköpunum getur hann þá ekki til tilbreytni talað um að hagræða koðranum eða fitla við tillann? 91
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.