Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Qupperneq 101
Þrjú ung sagnaskáld
skáldskap, en því aðeins verður til góður
skáldskapur, að efnið velji form við sitt
hæfi. Ég held, að ungu skáldin okkar eyði
of mikilli orku í vangaveltur um form, en
gæti þess ekki sem skyldi, að sérhver ný
skáldleg hugmynd fæðir af sér nýtt form
á jafn eðlilegan hátt og jörðin tekur lita-
skiptum með nýjum degi. En nýtt og af-
brigðilegt form af einhverju tagi virðist
nú vera höfuðkrafa þeirra, sem einkum
þykja til þess kallaðir að gagnrýna og
leiðbeina á vettvangi listanna.
Að sjálfsögðu beygja ungu listamenn-
irnir sig fyrir þessum kröfum, og því mið-
tir virðast sumir þeir, sem afla vilja sér
viðurkenningar sem listamenn, telja það
nægja til listrænna afreka að hafa í frammi
einhverjar hundakúnstir, sem engum öðr-
um hefur hugkvæmzt að beita. Guðbergur
Bergsson virðist mjög undir þeirri sök.
Form þáttanna í Ástum samlyndra hjóna,
stíll og málfar er allt með svo óvenjulegum
hætti, að það er greinilegt, að höfundttr
leggur á það aðalþungann. Þetta tel ég
orsök að meginljóði ritmennsku hans. At-
burðarás verður ruglingsleg og ekki sann-
færandi, frásögn vefst þokuhjúp, en bregð-
ur ekki ljósi yfir viðfangsefnið. Hann fær-
ist hvað eftir annað allt of mikið í fang
með táknum og stórmerkjum, svo að úr
verður botnlaus endileysa. Hispursleysi er
krafa tímans og hefur verið baráttumál á
íslenzkum ritvelli allt frá tilorðningu Bréfs
til Láru. Nú virðast ungir rithöfundar, og
Guðbergur ekki sízt, hafa sett sér það
mark að yfirstíga Þórberg í hispursleysi, en
virðast ekki hafa áttað sig á því, að hisp-
ursleysi er eitt, en dónaskapur allt annars
eðlis.
Orðbragðið í þessari bók Guðbergs er
dónalegt með ódæmum. Til að sanna, að
ég fer ekki með staðlausa stafi, neyðist ég
til að tilfæra nokkur dæmi, en bið fyrir-
fram mikillar fyrirgefningar á því, að
svona orðbragð skuli fyrirfinnast í ritgerð,
sem tengd er mínu nafni.
Sagan um afa, sem ekki vildi láta vernd-
arana fá jörðina sína, er mikil náma þessa
góðgætis. Hann keppir við sonar- og dótt-
ur9onu sína í þeirri íþróttagrein að spræna
sem hæst. Einn drengurinn tekur eftir því,
að afi „brettir skorpinn tillann og hreytir
sprænum í vegginn". Síðan segir drengur:
„ég bretti upp á hann eins og afi, mjólka,
rym og þrýsti á hettuna“. Og enn segir
þessi ungi drengur: „Mig langar til að
kyssa hund og láta hann sleikja á mér
tillann" (bls. 77). Og enn segir: „Ég hef
heyrt það hundrað sinnum hvemig pabbi
bilaðist í pungnum eftir hettusóttina, sem
hljóp í fertug eistun á honum“. Kona þessa
manns og systur hennar „kölluðu guð sér
til hjálpar og eistunum (bls. 78). Maðurinn
tók inn beisk meðul, „gretti sig en batnaði
lítið í pungnum" (bls. 79). Drengurinn
„bað stundum fyrir pabba og pungnum á
kvöldin" (bls. 79). Einn tengdasonanna er
sagður innsti koppur í búri varnarliðsins,
„sem þeir míga í“. Tengdafaðirinn mígur
mjólkurafurðum (bls. 101). Einn borgar
offramleiðslu með sköttum, svo annar geti
migið mjólkurafurðum. „Ég, sonur pabba,
á að leggjast á hnén í bæn og get látið
hann míga upp í mig hvenær sem hann
vill og hverju sem hann vill“ (bls. 101).
Svo sem fram hefur komið, hefur höf-
undur sérstakar mætur á nafnorðinu pung-
ur og sögninni að míga. Það lítur ekki út
fyrir, að hann hafi tekið mark á máli ís-
lenzkufræðinganna, sem eru í útvarpinu að
vara menn við ofnotkun einstakra orða.
í einni sögunni er fjórum sinnum sagt frá
því um einn og sama manninn, að hann
hafi lyft undir punginn, þar sem hann sat
á stóli. Fyrst manninum þykir athöfnin
svona skáldleg, hví í ósköpunum getur
hann þá ekki til tilbreytni talað um að
hagræða koðranum eða fitla við tillann?
91