Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1972, Page 12

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1972, Page 12
Tímarit Máls og menningar þorir að veðja á manninn, þrátt fyrir allt, þann veika og hrösula mann, þann vindsorfna pílagrím, sem freistar lausnar á ráðgátu lífsins. Skilji enginn orð mín svo, að skáldið Jóhannes úr Kötlum hafi aldrei ef- azt, efazt um draum sinn, um list sína eða trú á manninn. Vissulega gerði hann það. Sá helgur maður eða dýrlingur mun aldrei hafa verið, að hann hafi ekki átt sínar myrku efastundir, ef treysta má Tómasi frá Kempis. Og svo er um skáldið sem hinn helga mann, það finnur sárar til, harmur þess er dýpri en vor hinna, hvert tár verður því harmsaga og hvert sár að holund. Sú veröld sem enn er í deiglu hins mikla völundar, sá heimur sem enn er í smíðum, verður Golgatahæð hverju skáldi, því það sér skyggnum augum hinn gamla ríða þar skaflajárnuðu um mannshj artans voðalegu ísa. Sannar- lega átti vinur vor sínar dimmu stundir, þegar efinn lagðist eins og hellubjarg á hug hans, þegar kaldir sorgarfiskar byltu sér í hjarta hans. En ljóðið var hans sverð og skjöldur og með því stökkti hann rökkurvofum efans á flótta og stóð eftir sterkari en áður. I eldraun vorrar samtíðar var lífstrú hans reynd og hert, draumur hans og þrá um það land, þar sem einskis manns velferð er volæði hins — var fædd af inngróinni réttlætiskennd fremur en hún væri ávöxtur fræðikenn- inga. Vinur vor var sósíalisti, taldi sig sjálfan vera það, en orð eru eins og ein- nættur ís, þau bresta þegar minnst varir - og ég held hann hafi verið orðinn þreyttur á öllum „ismtnn" og því fremur sem lífið færði honum heim sann- inn um haldleysi kennisetninga. Hans sósíalismi var ættaður vestan úr Döl- um og þangað kominn með þeirri fornu bók, sem geymir orð nafna hans, er hér voru flutt í upphafi .. . sá sem ekki elskar bróður sinn, sem hann hefur séð, getur ekki elskað Guð, sem hann hefur ekki séð. Sú kona er taldi fyrir honum ungum þessa trú, var móðir hans, sú mater dolorosa, sem hann hefur mært í einu af sínum fegurstu ljóðum, ímynd hins sannasta og dýrsta sem mannlífið geymir. A þessum orðum postulans grundvallaðist fyrir honum allt það lögmál réttlætis og frelsis sem vér í dag leyfum oss að kenna við sósíalisma, það skildi vinur vor flestum mönnum betur, því hann var sósíal- isti af mannúðarástæðum og vissi að allt var ógert verk / sem ekki studdi mannúð sterk. Ef einhver einn þáttur í lífi og list Jóhannesar úr Kötlum var öðrum rík- ari, þá er það réttlætiskennd hans. Það var honum ástríða og heilög skylda í senn að standa við hlið hins snauða manns, við hlið hvers þess manns, sem var órétti beittur og ofríki borinn. Þetta var honum áskapað, eins konar lífs- 2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.