Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1972, Blaðsíða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1972, Blaðsíða 16
Tímarit Máls og menningar þar fór maður sem engin svik urðu í fundin. Ljóðin eru hans ævisaga og því verður hún hvorki sögð né rakin hér, aðeins drepið á nokkra þætti sam- kvæmt hefð og venju þessarar stundar. Vinm' vor skáldið Jóhannes úr Kötlum var fæddur 4. nóv. 1899 á Godda- stöðum í Dalasýslu. Hann var sonur Jónasar bónda Jóhannessonar og konu hans Halldóru Guðbrandsdóttur. Þeim hjónunum var 2ja barna auðið, auk sonarins eignuðust þau dóttur, Guðrúnu, sem enn býr í átthögunum vestur í Dalasýslu. Með soninn ársgamlan flytjast þau hjón að Miðseli vorið 1900 en þar ólst Jóhannes upp. Um skóla var fátt i Dölum á þessum árum, en í Hjarð- arholti var hann kafla úr tveim vetrum 1914-16. Síðar lá leið hans í Kenn- araskólann í Reykjavík. Þaðan brautskráðist hann sem kennari vorið 1921. Hann minntist oft með virðingu og þökk þeirra mætu manna er stýrðu skól- anum þau ár sem hann var þar við nám, fyrir hvatningu þá og uppörvun sem þeir veittu honum, en þessir menn voru Magnús Helgason og Ásgeir Ás- geirsson síðar forseti. Árin næstu eftir námið í Kennaraskólanum dvaldist hann við kennslu vestur í Dölum, en árið 1932 gerðist hann kennari við Aust- urbæjarskólann í Reykjavík. En vegna vanheilsu varð hann að hætta kennslu þar ári síðar. Árið 1930 varð merkisár í lífi Jóhannesar. Það ár hlaut hann verðlaun fyrir Alþingishátíðarljóð sín, en annað happ féll honiun þó stærra í skaut það ár þar sem var kona hans Hróðný Einarsdóttir. Hún hefur verið honum trauslur förunautur alla tíð síðan og borið ljós og yl inn í daga hans alla. Vér vottum henni samúð vora og djúpa hluttekningu á þessari stundu og biðjum þess, að birta alls hins fagra sem hér er að minnast megi hylja allan hennar harm. Þeim hjónum varð 3ja barna auðið, 2ja dætra og sonar sem öll eru búsett hér í borg. Auk kennslustarfa fékkst Jóhannes við ritstörf og um skeið dvald- ist hann í óbyggðum sem vörzlumaður á sumrum. Um árabil bjuggu þau hjón með börnum sínum í Hveragerði austur, en hin síðari ár stóð heimili þeirra hér í Reykjavik. Margvíslegur sómi hefur Jóhannesi verið sýndur fyrir ljóð sín og list eins og öllum er kunnugt og hér verður ekki rakið. Ég veit honum hefði verið fátt fjær skapi, en vér hefðum hér uppi harma- tölur á þessari stundu, og það skal heldur ekki gert - aðeins þakkað og minnzt. Vér tökum með oss héðan minningar um mann og skáld, sem öðrum fremur fann til í stormum sinnar tíðar, en tókst að slá hugrekki og eld hug- sjóna úr efa sínum og sorg. Hann var glæsilegur fulltrúi þeirrar alþýðu manna sem lifað hefur sögu þessarar þjóðar með öllum hennar sigrum og 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.