Tímarit Máls og menningar - 01.06.1972, Page 24
Tímarit Máls og menningar
uga viljuga; hún horfir um öxl,
stórum augum, og sýgur spýtu-
brjóstssykur.
12
Loftmynd. Strœtið, mjótt og langt.
Bílamir stefna burtu. Manngrúinn
á stéttunum. Laufbogamir. Búffar-
gluggamir.
13
Á götunni. Bíll kemur aðvífandi.
Strákur og stelpa á fermingaraldri
lilaupa þvert fyrir bílinn. Þau eru
hlaðin pinklum. Bflstjórinn flautar.
14
Farþegamir í aftursætinu: Ketill
og Þóra. Þau horfa fram, gneip og
gleðivana. Ekkert samband. Hann
lagar hattinn á höfði sér hanzka-
klæddri hendi; tekinn að grána í
vöngum. Hún er yngri að ámm.
Hún tekur kápuna saman í háls-
málinu og hneppir efstu tölu.
15
Andlit konunnar; hún horfir án
þess að sjá nokkuð.
16
Vangi konunnar úr lítilli fjarlægð;
í baksýn Ketill, hnarreistur en
ólundarlegur. Hann lagar enn hatt-
inn, lyftir honum og strýkur
liár frá augunum. Þykkir hanzkar.
Konan tekur viðbragð, grípur vesk-
ið, opnar það, rótar fljótfæmislega í
því.
Bíllinn stöðvast.
rödd þóru: Hanzkarnir minir! Gleymdi
ég . . .
Hún lítur til bílstjórans.
þóra: Bílstjóri, í öllum bænum, stanzið!
KETILL: Stanza! í miðri umferðinni! Ég
tek ekki í mál að fara með þér í búðir.
Velja jólagjafir, ég bláttáfram kann það
ekki. Ertu ekki farin að þekkja mig? Við
kaupum tréð, búið og basta. Hitt verðurðu
að annast sjálf. Hann lítur á úrið. Ég þarf
að hraða mér á skrifstofuna.
14