Tímarit Máls og menningar - 01.06.1972, Blaðsíða 116
Tímarit Máls og menningar
og segir að lokum hennar, goðsaga af dulúð og undarlegum rökum að baki
hlutanna ytri ásýnd.
2.
Frásagan er líka, eins og gefið var í skyn, sönn saga. Umgjörðin er sögu-
legir atburðir, sögusvið landfræðileg staðreynd, og kirkjuna má virða fyrir
sér úr vinnustofu Halldórs. Sagan er sögð frá sjónarhorni innansveitarmanns.
Tímatal birtist af bréfum og öðrum skjalgögnum, en eins og vikið er að í
upphafi bókar er brennidepillinn atburðirnir sem gerðust út af broti kirkj-
unnar gömlu vorið 1888.
Ramminn er raunveruleiki liðinnar og líðandi stundar, en í honum er saga
sögð af fólki því sem andæfði niðurrifi kirkjunnar og átti hlut að endur-
reisn hennar. Hér verða þess engin skil gerð, hvað sannfræði er og hvað
skáldskapur höfundar innan ramma raunveruleikans, eða hvílík böndin eru
sem tengja sögumanninn og höfundinn. Ég mun hér einvörðungu dveljast
við nokkra dráttu í mannlýsingum, samsetningu og söguefnum, en læt nægja
að vísa til athugasemda höfundar sjálfs um veruleik og skáldskap í bókinni:
Skáldsagan er ritstýrð sagnfræði og eítirlíkt sagnfræði. Maður þykist vera að tala um
veruleika, en það er sá veruleiki þar sem höfundurinn skipar hlutunum sjálfur í röð,
„rétta“ röð, a. m. k., eftir sinni beztu samvizku. Það er tilraun til að fá lesandann til að
trúa sagnfræði, sem maður hefur ritstýrt sjálfur eða búið til. En skáldsaga er samt að
því leyti raunveruleg, að höfundurinn segir aðeins frá atburðum, hugmyndum, flækjum
og árekstrum, sem hann hefur sjálfur lifað. (viðtal í Mbl. 11.10. 1970)
Aðeins um tug manna er líf gefið í þessu skáldverki sem sjálfstæðum
einstaklingum. Úr þessum hópi bera fjórir söguþráðinn uppi, - Ólafur hóndi
á Hrísbrú, Finnbjörg kona hans, vinnukonan Guðrún Jónsdóttir og athafna-
maðurinn Stefán Þorláksson. Hinir standa til hliðar, dregnir upp í einni
eða tveimur línum.
Hver aðalsöguhetja er fulltrúi þáttar í sögunni. Eins og fjórar manna-
myndir á miðaldatréskurði lúka þær um íslenzkt svið sögunnar.
Að tveimur inngangsköflum lesnum mætir lesarinn ábúendum á Hrísbrú,
Ólafi, Finnbjörgu og sonum þeirra Boga og Andrési. Faðir og synir stíga
fram á bókinni sem tákn hins forna, íhaldssama bændaþjóðfélags. I hátt
eru þeir óbreytanlegir, og þeir heyra til kyrrstæðu samfélagi:
Framþróunarkenníngin var ekki fædd og takmarkið var að standa í stað, í hæsta lagi
líkjast öfum sínum. (bls. 16 áfr.)
106