Tímarit Máls og menningar - 01.06.1972, Blaðsíða 124
Tímarit Máls og menningar
Samanlagt spanna þessi þrjú yfir þá átta áratugi sem sagan fjallar um.
í endurminningu sinni á sögumaður aðild að almannaáliti um aðalpersónur
og atburði, og þau Guðrún og Stefán eru heimildarmenn sviðsettu atriðanna
hvort í sínum helmingi sögunnar. Ekki er nema tæpt á hlutverki Stefáns
sem heimildarmanns: hann „sagði um fóstru sína“ (bls. 143), „Stefán Þor-
láksson hefur sagt frá þeim morni er hann fór með Ólafi fóstra sínum í
undanrás að Mosfelli að búa í haginn áður en líkfylgdin kæmi“ (bls. 155).
Með þessu móti er þó gefið til kynna að Stefán er heimild sögumanns um
atvik í síðara helmingi bókarinnar: koma hans að Hrísbrú (18. kap.), haug-
brotið og jarðarförin (20. kap.).
Guðrún Jónsdóttir hefur miklu mikilvægara hlutverki að gegna milli sögu-
manns og söguefnis. Fyrst gengur hún fram á sviðið í kaflanum um heim-
sókn þeirra Ólafs og Boga á prestsetrið. Þarna er henni skipað á bekk með
öðrum sögupersónum, og henni er lýst „að utan“, en heimild fyrir frásögn-
inni er sögð eitt bréfa sóknarprests. (bls. 47). Síðar er henni lýst með sög-
unni af því er hún villtist á fjöllum uppi, en sú frásögn er höfð eftir viku-
hlaðinu Öldinni (bls. 79). Sagnfræðingurinn heldur sem sé enn á pennanum.
En strax á eftir er nýju plani bætt inn í sögu, það er viðtal spyrils við Guð-
rúnu löngu seinna, en nútíma-sögumaðurinn rifjar það upp samkvæmt minn-
isbókum sínum.
í næstu köflum - þar á meðal í frásögninni af samtali Guðrúnar og Finn-
bjargar - er æ ofan í æ vísað til þessa viðtals við Guðrúnu, en þannig gerist
sagan á þrem plönum: frásögn sögmnanns (yfirlit); viðtal; og eigin svið-
settar lýsingar Guðrúnar á þeim atburðum sem hún sjálf hefur lifað. Þess-
um þrem plönum er víxlað án samtengjandi milliþátta.
í krafti þessarar aðferðar getur frásögnin, þar sem Guðrún er heimildar-
maður, virzt sem leiksýning án þess að horfið sé frá sannfræðilegri umgjörð,
þar eð Guðrún bregður sér í gervi sögumanns. Hún hrífur til sín myndug-
leika hans, en hann er settur á bekk með lesaranum.
Eftir fylgjandi mynd lýsir þessum frásagnarhætti:
mn 1965
um 1930
um 1890
yfirlit
leikræn efnistök
sviðsett
114