Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1972, Síða 117

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1972, Síða 117
Sjálfum sér trúr Menn af þessu tagi má finna víðar í verkum Halldórs, en varla nokkurs staðar dregna svo einföldum og skýrum dráttum. Þeim er lýst eins og þeir lifa hversdags yfir fé, að slætti, eða þar sem þeir standa á hlaðinu og virða ferðafólk fyrir sér ganga hjá garði: Fáir áttu leið uin á Hrísbrú svo ekki stæði þar maður úti, einn eða fleiri. Oft stóð Ölafur bóndi sjálfur úti fyrir opnum skemmudyrum, stundum að prjóna sokk eða hann tálgaði brúnspón í hrífutinda með sjálfskeiðíngnum sínum og lét spænina í vasa sinn ellegar át þá. (bls. 24) Mynd þeirra feðga er dregin stórum dráttum, en þó reist á skýrum og myndrænum smáatriðum: Ólafur og Bogi með orf og Ijá og hrífu í höndum á hlaði prestsetursins (7. kap.); skeggjaðir sláttumenn á bjartri nóttu „næst- um hreyfingarlausir í grasinu, í kuðúng yfir orfinu, kanski sofandi“ (bls. 37); eða reið Ólafs með kirkj uklukkuna í fangi sér til jarðarfarar Finn- bjargar (bls. 155). Lýsing Ólafs er í senn kímin og skáldleg og þó sönn mynd af íslenzkum bónda að fornu og nýju, en við hana bætir höfundur nokkrum einstaklings- einkennum, harðfylgni og andúð á ókunnugum. Hann er, að því er hann sjálfur segir, niður forvera síns á bænum, Egils. Hann sér sjálfan sig í ís- lenzkri fortíð og er þess albúinn að láta sverfa til stáls fyrir hana, þar eð hún er honum hið sama og nútíðin. Tvisvar bregður Ólafur af annars óbreytanlegum háttum sínum. Fyrra sinni leggur hann í stríð fyrir kirkjuna. Slíkt var eðlileg afleiðing íhalds- semi hans, og af sömu völdum verður hann sigraður, enda hlaut sú fortíð er hann lifði í að bíða lægri hlut. Öðru skipti víkur hann af vanabraut sinni þegar drengurinn, Stefán Þorláksson, kveður dyra að kvöldlagi á leið norð- ur. Mót venju er honum boðið inn. Og þetta atvik, svo einstakt af Ólafi sem það var, verður þess að lokum valdandi að ráðizt er í endurreisn kirkjunnar. Þegar öllu er á botninn hvolft er það þó Finnbjörg sem verður til að bjóða drengnum inn, en ekki Ólafur. Líkt og öðrum söguhetjum er þessari dular- fullu konu fyrst lýst eins og hún sjáist tilsýndar úr sveitinni. Engan rekur raunar minni til að hafa séð hana. Hún er kona sú sem var „búin að liggja átján ár í körinni“ (bls. 32). Lega hennar og hún sjálf verða með þessum hætti að stofnun, alveg eins og Ólafur. En hún er líka nefnd sálin á bæn- um. (4. kap.), og í langa kaflamun (15. kap.) þar sem hún á samtal við Guðrúnu, er eins og hún sé hið dulda afl að baki fjölskyldunni, víðsýnni og fíngerðari einstaklingur en húsbóndi hennar og synir. Hún er fulltrúi annars 107
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.