Tímarit Máls og menningar - 01.06.1972, Blaðsíða 15
Jóhannes úr Kötlnm
Sem fyrirlesari og ræðumaður átti hann sér fáa jafningja, sterk og karl-
mannleg röddin, hátt og hjart ennið, orðfærið kynngimagnað og öll fram-
setning skýr og hnitmiðuð. í augum hans var djúp alvara, sem þó átti það
til að hverfast á skammri stundu í launkára glettni. 011 persóna hans í ræðu-
stól var slík að hann batt hvern áheyranda sinn á samri stundu. Þessi fundur
okkar varð á dögum hins gráa sleinnökkva — þess næturróðurs, þar sem svo
mörgu skolaði fyrir borð af búlka skáldsins. En eitt stóð eftir óhaggað, hug-
sjón hans og lífstrú.
Um Jóhannes fimmtugan farast skáldbróður hans Steini Steinarr orð á
þessa lund: „... nú er Jóhannes úr Kötlum orðinn þjóðskáld okkar. Hann
yrkir á stundum eins og hann væri brúðgumi þessarar þjóðar - og kannske
er hann það. Hann er a. m. k. meira skáld en hinir, vegna þess að hann hefur
ekki glatað því, sem máli skiptir, ekki réttlætis- og ábyrgðartilfinningu
mannsins, ekki einlægni barnsins, ekki sjálfum sér. - Og um langa framtið
munu ljóð hans geymast, sem tákn og ímynd eins hins bezta og göfugasta
manns.“
Fegurri og sannari orð verða ekki um hann sögð en þessi. Að vísu átti
skáldskapur hans eftir að öðlast nýja dýpt síðar, - úr dalnum fyrir vestan
opnast honum ný sýn, sýn sem að lokum verður að kosmiskri mynd, heildar-
sýn yfir heim og mann, yfir hinn klofna heim og klofna mann. Sú mynd er
hans dýrasta gjöf til vor, sem erum hans óverðskuldaðir þiggjendur.
Mér hefur verið sögð sú saga af föður hans, karlinum Jónasi, sem var hin
mesta kempa, að hann hafi setið hest náttlangt á flæðiskeri úti í Hvamms-
firði og beðið útfalls og dögunar til að ná landi, sem tókst fyrir karlmennsku
hans. Og þegar ég sé fyrir mér þessa furðulegu sýn af manni sitjandi hest
um miðja nótt með hafsjó gnauðandi um sig, þá finnst mér stundum skáldið
sonur hans, hann sé þar kominn á sínum Pegasus, bíðandi dögunar og þess
að ná landi eftir langa villunótt.
Hér eru verkalok mikils skálds og hljóðnað hvert stef á þess vör, oss sem
eftir stöndum er fátt sárara en hans þögn. En oss er sú harmabót að hann
lætur eftir sig mikinn fjársjóð fegurðar og dýrrar reynslu i ljóðum sínum
og ritiun, og þeim er báru gæfu til að eignast vináttu hans er geymd minning
um stóra heita sál og óbilugan drengskaparmann. Öll list hans var sönn eins
og maðurinn sjálfur, hvert ljóð hans var kveikt af innri nauðsyn og geymdi
eld þeirrar guðlegu gáfu, sem hann átti í svo ríkum mæli, var glætt af næmu
innsæi skáldsins og borið fram af spámannlegum krafti. I ljóðmn hans og
persónu var og er að finna allt sem vor samtíð átti traustast og sannast, því
5