Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1972, Page 15

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1972, Page 15
Jóhannes úr Kötlnm Sem fyrirlesari og ræðumaður átti hann sér fáa jafningja, sterk og karl- mannleg röddin, hátt og hjart ennið, orðfærið kynngimagnað og öll fram- setning skýr og hnitmiðuð. í augum hans var djúp alvara, sem þó átti það til að hverfast á skammri stundu í launkára glettni. 011 persóna hans í ræðu- stól var slík að hann batt hvern áheyranda sinn á samri stundu. Þessi fundur okkar varð á dögum hins gráa sleinnökkva — þess næturróðurs, þar sem svo mörgu skolaði fyrir borð af búlka skáldsins. En eitt stóð eftir óhaggað, hug- sjón hans og lífstrú. Um Jóhannes fimmtugan farast skáldbróður hans Steini Steinarr orð á þessa lund: „... nú er Jóhannes úr Kötlum orðinn þjóðskáld okkar. Hann yrkir á stundum eins og hann væri brúðgumi þessarar þjóðar - og kannske er hann það. Hann er a. m. k. meira skáld en hinir, vegna þess að hann hefur ekki glatað því, sem máli skiptir, ekki réttlætis- og ábyrgðartilfinningu mannsins, ekki einlægni barnsins, ekki sjálfum sér. - Og um langa framtið munu ljóð hans geymast, sem tákn og ímynd eins hins bezta og göfugasta manns.“ Fegurri og sannari orð verða ekki um hann sögð en þessi. Að vísu átti skáldskapur hans eftir að öðlast nýja dýpt síðar, - úr dalnum fyrir vestan opnast honum ný sýn, sýn sem að lokum verður að kosmiskri mynd, heildar- sýn yfir heim og mann, yfir hinn klofna heim og klofna mann. Sú mynd er hans dýrasta gjöf til vor, sem erum hans óverðskuldaðir þiggjendur. Mér hefur verið sögð sú saga af föður hans, karlinum Jónasi, sem var hin mesta kempa, að hann hafi setið hest náttlangt á flæðiskeri úti í Hvamms- firði og beðið útfalls og dögunar til að ná landi, sem tókst fyrir karlmennsku hans. Og þegar ég sé fyrir mér þessa furðulegu sýn af manni sitjandi hest um miðja nótt með hafsjó gnauðandi um sig, þá finnst mér stundum skáldið sonur hans, hann sé þar kominn á sínum Pegasus, bíðandi dögunar og þess að ná landi eftir langa villunótt. Hér eru verkalok mikils skálds og hljóðnað hvert stef á þess vör, oss sem eftir stöndum er fátt sárara en hans þögn. En oss er sú harmabót að hann lætur eftir sig mikinn fjársjóð fegurðar og dýrrar reynslu i ljóðum sínum og ritiun, og þeim er báru gæfu til að eignast vináttu hans er geymd minning um stóra heita sál og óbilugan drengskaparmann. Öll list hans var sönn eins og maðurinn sjálfur, hvert ljóð hans var kveikt af innri nauðsyn og geymdi eld þeirrar guðlegu gáfu, sem hann átti í svo ríkum mæli, var glætt af næmu innsæi skáldsins og borið fram af spámannlegum krafti. I ljóðmn hans og persónu var og er að finna allt sem vor samtíð átti traustast og sannast, því 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.