Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Blaðsíða 3
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR • 36. ÁRG. • 2. HEFTI • OKT. 1975
Antonio Gramsci
Inngangsfræði heimspeki og
sögulegrar efnishyggju
Nokkur byrjunaratriði
Nauðsynlegt er að uppræta þá almennu hjátrú að heimspekin sé afarerfitt
viðfangsefni sökum þess að hún sé andlegt starfssvið ákveðins flokks sér-
menntaðra fræðimanna eða atvinnuheimspekinga sem eigi sér heimspeki-
kerfi. Umfram allt þarf að sýna fram á að allir menn séu heimspekingar
og skilgreina takmarkanir og eðli þessarar „sjálfkvæmu heimspeki“ sem
er eiginleg öllum almenningi, þeirrar heimspeki sem er fólgin: 1. í sjálfri
tungunni sem er samsafn ákveðinna hugmynda og hugtaka, en vissulega
ekki samsafn málfræðilega innihaldslausra orða einvörðungu; 2. í brjóst-
viti og heilbrigðri skynsemi; 3. í alþýðutrúarbrögðum, og þá einnig í öllu
því kerfi átrúnaðar, hindurvitna, skoðana, skoðunarhátta og starfshátta
sem er yfirleitt sópað saman í það safn sem kallað er „þjóðhættir“.
Þegar sýnt hefur verið fram á að allir séu heimspekingar, reyndar hver
á sinn hátt og ómeðvitað, - því að jafnvel í óbrotnusm tjáningu hugar-
starfs, svo sem í „mngunni“, er fólginn ákveðinn heimsskilningur, — þá
er næst að víkja að gagnrýninni og vitundinni, það er að segja að þeirri
spurningu hvort æskilegt sé að „hugsa“ án þess að beita gagnrýnni vimnd
við hugsunina, án þess að skeyta um einingu og eftir duttlungum kring-
umstæðnanna, með öðrum orðum að „eiga hlut að“ heimsskilningi sem
umhverfið „neyðir“ ósjálfrátt upp á menn; en með umhverfi er átt við
einhvern þeirra mörgu félagshópa sem hver maður verður sjálfkrafa aðili
að um leið og heimurinn verður honum meðvitaður (þar getur verið um
að ræða þorpið eða héraðið þar sem hann á heima, ræturnar sem hann á
í sókninni sinni og í „andlegu starfi" prestsins eða ættarhöfðingjans sem
8 TMM
113