Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Blaðsíða 92
Tímarit Máls og menningar
lands verið sem áreiðanlegust og rjettorðust og sama má og að nokkru
leyti segja um símskeytin frá og til útlanda, ekki sízt hvað um þau, er
send voru úr herbúðum stjórnarinnar, og hafa menn fyrir satt að þeirra
tala væri legio.
Nú fór og stjórnarblaðið og stjórnarliðið að leitast við að finna ástæður
til þess að rjettlæta gerðir ráðherra, og var þá ekki sparað að telja fólki
trú um bæði munnlega og með fregnmiðum hjer í bænum og með sím-
tölum út um land og til útlanda, að öll skuldabrjef sem Landmands-
banken geymdi fyrir Landsbankann, að nafnverði til 816 þúsund væri
randveðsett Landmandsbankanum fyrir viðskiptum þeirra. Var skeyti frá
íslenzku skrifstofunni í Kaupmannahöfn, dagsett 25/11. 09 kl. 11.40 f. h.,
brúkað sem sönnun fyrir því, að svo væri, sbr. Isafold laugardaginn 27.
nóv. 1909. En afsettu bankastjórarnir og heimastjórnarblöðin báru það
jafnharðan aptur og bankastjórarnir gáfu síðar út glöggva skýrslu um hag
bankans, er var birt með fregnmiðum og síðar í Lögrjettu og öðrum blöð-
um.
Boðað til mótmcelaaðgerða
Nú var hins vegar farið að búa undir mótmælafund í Reykjavík gegn
atferli ráðherra við bankastjórana og Landsbankann og jafnframt að safna
undirskriptum undir vantraustsyfirlýsing til ráðherra og áskorun til hans
um að segja af sjer. Miðstjórn Heimastjórnarflokksins fól Þorleifi H.
Bjarnason varaformanni í Fram, er hún hafði kvatt sjer til aðstoðar í þessu
máli, að undirbúa hvorttveggja í kyrþey. Kvaddi hann 4 ötulustu og áreið-
anlegusm fjelaga í Fram, þá Sigurð bókbindara Jónsson, Sigurð snikkara
Halldórsson, Lúðvík bókbindara Jakobsson og Halldór snikkara Jónasson,
til þess að gangast fyrir, að menn skrifuðu undir vantraustsyfirlýsinguna;
skyldu þeir síðan velja sjer aðra menn til aðstoðar og fá þeim skrár í hend-
ur. Sveinn kaupm. Sigfússon ljet ekki sitt eptir liggja að safna undirskript-
um og varð einna drjúgasmr.
A hverju kvöldi átti miðstjórn Heimastjórnarflokksins þessa daga fund
með sjer ýmist hjá Þorleifi H. Bjarnason, Jóni í Múla eða Hannesi Haf-
stein. Rjeðu þeir af að stofna til öflugs mótmælafundar sunnudaginn þann
28. nóv. í Reykjavík á Lækjartorgi og fara síðan suður til bústaðar ráð-
herra og birta honum vantraustsyfirlýsinguna. Þorleifur H. Bjarnason lagði
til, að mannfjöldinn færi ekki suður þangað, heldur væri kosin 5 manna
202