Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Blaðsíða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Blaðsíða 34
Tímarit Mdls og menningar aðist um hann. Seinna um daginn kom hann til baka með hálffullan bát af vatni og netin sín í haug á milli þófta. A meðan Elliot var að bera netin í skjól við birgðaskúrinn, sagði Valdi við Rúnu: „Bölvaður asni er þessi Indíáni. Hvað heldur hann að hann sé að gera? Hann hefði getað fyllt bátinn og týnt öllu.“ Næsta dag var algerlega ófært á vatnið. Elliot bjó sér til ófullkomið skýli úr fiskikössum og byrjaði að greiða og hreinsa netin. Eftir hádegis- matinn kom Rúna út til að höggva skógvið í eldinn. Oxin var of þung og skaftið langt, svo höggin voru klaufaleg, tvisvar geigaði svo illa að minnstu munaði að hún setti axarblaðið í fótlegginn á sér. Rúna hrökk við þegar Elliot teygði sig fram hjá henni og tók hendinni um axarskaftið. Hún sleppti öxinni og sneri sér að honum. Hún var rjóð í framan af golunni og móð af áreynslu. I hvert skipti, sem hún andaði að sér þöndust nasavængirnir út og brjóstin lyftust innan undir nælon- blússunni, sem hún var í. „Eg skal gera þetta,“ sagði hann. Hann reisti viðarbút upp á endann og klauf hann í einu höggi. Með snöggum, öruggum höggum klauf hann hvern helming í þrennt. Hann safnaði saman flísunum og raðaði þeim upp í fangið á henni. Hún var óvön slíkri greiðasemi og vissi ekki hvað hún átti að segja. Andartaksstund stóðu þau andspænis hvort öðru og horfðust í augu, en þá sá Rúna að Valdi var að horfa á þau, svo hún flýtti sér í burtu. Elliot sneri baki í Valda. Næsm tvo tímana hjó hann hálfs- mánaðar forða í eldinn. Tveimur dögum síðar, þegar vindurinn var genginn niður, fóru vinnu- mennirnir út á vatnið löngu fyrir dögun. Þeir sátu óþolinmóðir yfir net- um sínum og biðu þess að yrði verkljóst. Oveðrið hafði fært þeim fisk. Það var sólfiskur í hverjum möskva. Hann var svo smár, að sumt af hon- um náði ekki mannshandarstærð og var algerlega verðlaus. Mennirnir stumruðu þrjózkulegir yfir netum sínum fram í myrkur. Netin voru næst- um því of þung til að taka þau upp. Þeir voru aumir í baki og handleggj- um, hendurnar voru rifnar og sprungnar. Þegar þeir komu að um kvöldið voru þeir svo uppgefnir, að þeir gátu tæpast borðað. Elliot hafði eytt deginum í landi. Hann hafði verið að staga net sín í rólegheitum, svo hann gæti lagt þau í grynnra vatn. Um kvöldið, þegar Valdi og Rúna voru orðin ein, barði hann að dyrum. „Eg þarf að fá tóbaksbréf og vasahníf,“ sagði hann. „Eg ætla að leggja á morgun.“ Valdi kom með það, sem hann bað um og færði það inn á reikning 144
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.