Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Síða 34
Tímarit Mdls og menningar
aðist um hann. Seinna um daginn kom hann til baka með hálffullan bát
af vatni og netin sín í haug á milli þófta.
A meðan Elliot var að bera netin í skjól við birgðaskúrinn, sagði Valdi
við Rúnu: „Bölvaður asni er þessi Indíáni. Hvað heldur hann að hann sé
að gera? Hann hefði getað fyllt bátinn og týnt öllu.“
Næsta dag var algerlega ófært á vatnið. Elliot bjó sér til ófullkomið
skýli úr fiskikössum og byrjaði að greiða og hreinsa netin. Eftir hádegis-
matinn kom Rúna út til að höggva skógvið í eldinn. Oxin var of þung og
skaftið langt, svo höggin voru klaufaleg, tvisvar geigaði svo illa að minnstu
munaði að hún setti axarblaðið í fótlegginn á sér.
Rúna hrökk við þegar Elliot teygði sig fram hjá henni og tók hendinni
um axarskaftið. Hún sleppti öxinni og sneri sér að honum. Hún var rjóð
í framan af golunni og móð af áreynslu. I hvert skipti, sem hún andaði
að sér þöndust nasavængirnir út og brjóstin lyftust innan undir nælon-
blússunni, sem hún var í.
„Eg skal gera þetta,“ sagði hann. Hann reisti viðarbút upp á endann
og klauf hann í einu höggi. Með snöggum, öruggum höggum klauf hann
hvern helming í þrennt. Hann safnaði saman flísunum og raðaði þeim
upp í fangið á henni. Hún var óvön slíkri greiðasemi og vissi ekki hvað
hún átti að segja. Andartaksstund stóðu þau andspænis hvort öðru og
horfðust í augu, en þá sá Rúna að Valdi var að horfa á þau, svo hún flýtti
sér í burtu. Elliot sneri baki í Valda. Næsm tvo tímana hjó hann hálfs-
mánaðar forða í eldinn.
Tveimur dögum síðar, þegar vindurinn var genginn niður, fóru vinnu-
mennirnir út á vatnið löngu fyrir dögun. Þeir sátu óþolinmóðir yfir net-
um sínum og biðu þess að yrði verkljóst. Oveðrið hafði fært þeim fisk.
Það var sólfiskur í hverjum möskva. Hann var svo smár, að sumt af hon-
um náði ekki mannshandarstærð og var algerlega verðlaus. Mennirnir
stumruðu þrjózkulegir yfir netum sínum fram í myrkur. Netin voru næst-
um því of þung til að taka þau upp. Þeir voru aumir í baki og handleggj-
um, hendurnar voru rifnar og sprungnar. Þegar þeir komu að um kvöldið
voru þeir svo uppgefnir, að þeir gátu tæpast borðað.
Elliot hafði eytt deginum í landi. Hann hafði verið að staga net sín í
rólegheitum, svo hann gæti lagt þau í grynnra vatn. Um kvöldið, þegar
Valdi og Rúna voru orðin ein, barði hann að dyrum. „Eg þarf að fá
tóbaksbréf og vasahníf,“ sagði hann. „Eg ætla að leggja á morgun.“
Valdi kom með það, sem hann bað um og færði það inn á reikning
144