Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Blaðsíða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Blaðsíða 64
Tímarit Máls og menningar En Solsénítsín sér ekki ástæður valdbeitingarinnar og svið hennar, heldur sér hann einungis í afskræmdri mynd þann þátt, sem byltingaröflin áttu í henni. Slíkar predikanir gegn ofbeldi eiga sér langa sögu, og fylgir þeim nærri alltaf fordæming á valdbeitingu hinna kúguðu. Gangur mála á „byltingarskeiði“ er ekki einvörðungu háður ákvörðun- um þeirra, sem að byltingunni standa: Lenín og Trotskíj í Rússlandi, Maó í Kína, Castro á Kúbu. Gangur mála endspurspeglar einnig þann félags- lega veruleika, sem byltingin stóð gagnvart. Leifar ferðraveldis og léns- skipulags í hugsunarhætti fólks, og hið valdamikla miðstjórnarkerfi, sem verið hafði við lýði síðan á dögum Péturs mikla, höfðu sín áhrif á þróun byltingarinnar, þeirra baráttuaðferða sem hún valdi sér og síðar á upp- byggingu Sovétríkjanna. Líf bændanna einkenndist af fáfræði, einangrun og harðneskju, og var ekki til þess fallið að búa þá undir byltingu „í anda Upplýsingarstefnunn- ar“. Fólk, sem alið er upp undir svipuhöggum og í sífelldum ótta við lög- regluna, gerir ekki byltingu á borð við þær, sem námshópar hjá Parti Socialiste Unifié1 láta sig dreyma um. Og byltingin varð öðru vísi en sú bylting, sem byltingarsinnaðir menntamenn í Rússlandi höfðu búizt við. Þegar alþýðan þrengdi sér inn á breiðstræti Pétursborgar eða inn í hinar fornu hallir Rómanoffanna, voru strætin útbíuð af sólblómafræi, sem fólk spýtti á þau, og í höllunum voru dýrlegir vasar frá Sevres, Saxlandi og Austurlöndum hafðir fyrir koppa. Ekki var að sjá, að þar væri á ferðinni fólk, sem færa hygðist heiminum bjartari framtíð; öllu fremur virtist sem eyðileggingarfýsnin réði gerðum fólksins algerlega. Þetta fannst jafn- vel þeim, sem hvatt höfðu til byltingar í riti. Rússneska byltingin átti styrk sinn í því, að henni lánaðist að „höggva á veikasta hlekk imperíal- ismans", en þetta varð henni síðar fjömr um fót þegar landið einangraðist, vonirnar um heimsbyltingu, sem hleypt höfðu byltingarmönnum kapp í kinn, urðu að engu; þegar innflutningsbönn iðnaðarríkjanna á Vesturlönd- um gerðu þjóðinni lífið leitt, og hægrisinnaðir jafnaðarmenn sviku málstað- inn, — þá var Sovét-Rússland eitt síns liðs, þrúgað af illum arfi fortíðar- innar, eyðileggingum stríðsins og lömun framleiðsluafla þeirra, sem til höfðu orðið í landinu milli 1900 og 1913. Og nú skyldi þetta land byggja upp sósíalistískt þjóðfélag, þótt slíkt minnti nú æ meir á hugaróra og virtist hrein frágangssök. 1 Stjórnmálaflokkur í Frakklandi, vinstramegin við sósíalistaflokk Mitterrands. 174
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.