Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Page 64
Tímarit Máls og menningar
En Solsénítsín sér ekki ástæður valdbeitingarinnar og svið hennar, heldur
sér hann einungis í afskræmdri mynd þann þátt, sem byltingaröflin áttu
í henni. Slíkar predikanir gegn ofbeldi eiga sér langa sögu, og fylgir þeim
nærri alltaf fordæming á valdbeitingu hinna kúguðu.
Gangur mála á „byltingarskeiði“ er ekki einvörðungu háður ákvörðun-
um þeirra, sem að byltingunni standa: Lenín og Trotskíj í Rússlandi, Maó
í Kína, Castro á Kúbu. Gangur mála endspurspeglar einnig þann félags-
lega veruleika, sem byltingin stóð gagnvart. Leifar ferðraveldis og léns-
skipulags í hugsunarhætti fólks, og hið valdamikla miðstjórnarkerfi, sem
verið hafði við lýði síðan á dögum Péturs mikla, höfðu sín áhrif á þróun
byltingarinnar, þeirra baráttuaðferða sem hún valdi sér og síðar á upp-
byggingu Sovétríkjanna.
Líf bændanna einkenndist af fáfræði, einangrun og harðneskju, og var
ekki til þess fallið að búa þá undir byltingu „í anda Upplýsingarstefnunn-
ar“. Fólk, sem alið er upp undir svipuhöggum og í sífelldum ótta við lög-
regluna, gerir ekki byltingu á borð við þær, sem námshópar hjá Parti
Socialiste Unifié1 láta sig dreyma um. Og byltingin varð öðru vísi en sú
bylting, sem byltingarsinnaðir menntamenn í Rússlandi höfðu búizt við.
Þegar alþýðan þrengdi sér inn á breiðstræti Pétursborgar eða inn í hinar
fornu hallir Rómanoffanna, voru strætin útbíuð af sólblómafræi, sem fólk
spýtti á þau, og í höllunum voru dýrlegir vasar frá Sevres, Saxlandi og
Austurlöndum hafðir fyrir koppa. Ekki var að sjá, að þar væri á ferðinni
fólk, sem færa hygðist heiminum bjartari framtíð; öllu fremur virtist
sem eyðileggingarfýsnin réði gerðum fólksins algerlega. Þetta fannst jafn-
vel þeim, sem hvatt höfðu til byltingar í riti. Rússneska byltingin átti
styrk sinn í því, að henni lánaðist að „höggva á veikasta hlekk imperíal-
ismans", en þetta varð henni síðar fjömr um fót þegar landið einangraðist,
vonirnar um heimsbyltingu, sem hleypt höfðu byltingarmönnum kapp í
kinn, urðu að engu; þegar innflutningsbönn iðnaðarríkjanna á Vesturlönd-
um gerðu þjóðinni lífið leitt, og hægrisinnaðir jafnaðarmenn sviku málstað-
inn, — þá var Sovét-Rússland eitt síns liðs, þrúgað af illum arfi fortíðar-
innar, eyðileggingum stríðsins og lömun framleiðsluafla þeirra, sem til
höfðu orðið í landinu milli 1900 og 1913. Og nú skyldi þetta land byggja
upp sósíalistískt þjóðfélag, þótt slíkt minnti nú æ meir á hugaróra og
virtist hrein frágangssök.
1 Stjórnmálaflokkur í Frakklandi, vinstramegin við sósíalistaflokk Mitterrands.
174