Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Blaðsíða 63
Solsénítsín - pólitískt mat
vinnu við hina nýju ríkisstjórn, og höfðu reyndar sum hver lýst sig fús til
þess (t.d. vinstri sinnaðir mensévíkar og ýmsir hópar anarkista); í stað
alræðis öreigastéttarinnar sem styrjöldin hafði tíundað og tvístrað, kom
„alræði öreiganna“, þar sem kommúnistaflokkurinn fór með völd í nafni
öreigastéttarinnar. Lífsmáttur sovétanna þvarr, en þau hefðu verið einkar
vel til þess fallin að tryggja víðtæka þátttöku kotbænda og miðlungsbænda
í stjórn ríkisins. Arið 1921 voru sérskoðanir og flokkadrættir bannaðir inn-
an flokksins. Það bann átti að gilda til bráðabirgða, en er enn í fullu gildi.
Þessi stjórn eins allsherjarflokks og skrifstofuveldis átti rót sína að rekja
til sérstakra aðstæðna fremur en til meðvitaðra ákvarðana. Leiðtogar bolsé-
víka sætm sig við hana að meira eða minna leyti, en óttuðust hana jafn-
framt. I augum Leníns og Trotskíjs varð hún ekki lengur ill nauðsyn, held-
ur dyggðum prýdd stofnun, og þegar Stalín kom til skjalanna, fór svo, að
þessir stjórnhættir voru einmitt taldir hæfa sósíalismanum bezt. I þessum
stjórnhátmm, auk iðnvæðingarinnar, sem stóraukin var eftir 1928, fólst
„innri þörf“ á harðstjórn og kúgun, eins og átti eftir að koma í ljós.
Stalínisminn nam burt allar skorður, sem þessari kúgun höfðu verið
settar, ýmist af stjórnmálamönnum eða í Ijósi lýðræðislegra hugsjóna og
alþjóðahyggju, sem sett höfðu mark sitt á baráttu Leníns, þrátt fyrir allt.
Skil þau, sem urðu í þróuninni frá lenínisma til stalínisma skipta því nokkru
máli. Beiting lögregluvalds varð meginregla, en ekki aukaatriði eða und-
antekning í stjórnun ríkisins.
Ognaröld Stalínstímanna hafði ekki lengur „stéttaróvininn“ einan að
skotspæni, og henni var ekki lengur beint gegn honum aðallega, heldur
raunverulegum og hugsanlegum bandamönnum (kotbændum og miðlungs-
bændum) og brátt einnig gegn verkamönnum sjálfum og tryggasta fylgi-
liði byltingarinnar (í fyrstu gegn þeim, sem einhvern mótþróa sýndu, síð-
ar einnig gegn dyggum stalínistum). Fórnarlömb ógnaraldarinnar voru
fyrst og fremst ímyndaðir óvinir byltingarinnar, eða kannski Stalíns sjálfs.
Eflaust gemm við verið Solsénítsín sammála um það, að ofbeldi er á-
skapað allri byltingarþróun. Ekki þarf þó að fara svo, — eins og gerðist
næstum óhjákvæmilega í Rússlandi — að til borgarastyrjaldar eða alþjóð-
legrar styrjaldar komi, en djúptækar breytingar á þjóðfélagsgerð, þegar
eignastétmm er steypt af stóli og úreltir framleiðsluhættir eru afnumdir,
geta ekki átt sér stað, án þess að valdbeiting komi til. I þeim skilningi hefur
valdbeitingin verið „ljósmóðir sögunnar“ um aldaraðir, eins og Engels
orðaði það.
173