Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Blaðsíða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Blaðsíða 84
Tímarit Máls og menningar aðferðum þeirra og skipulagi. Af lýsingu Þorleifs er unnt að ráða, á hvaða stigi íslenzk stjórnmálabarátta var og hversu hún hafði breytzt að efni og formi síðan 1897. Glöggt kemur og fram sú staða, sem Reykjavík gegndi í þjóðmálíbarátt- unni, og ennfremur sést, að í þessu litla bæjarsamfélagi voru vaxnir upp and- stæðir hagsmunahópar, sem elduðu grátt silfur sín á milli. I kosningunum 1908 unnu sjálfstæðismenn mikinn sigur og kom ráðherra- sætið þá í þeirra hlut. Varð Björn Jónsson, ritstjóri ísafoldar, fyrir valinu, og var hann skipaður ráðherra 31. marz 1909, en Hannes Hafstein vék þá frá. Flokkur Björns Jónssonar, sjálfstæðisflokkurinn, reyndist ekki vel samstæður, en hann hafði myndazt við samvinnu þjóðræðismanna og landvarnarmanna í andstöðunni móti stjórn heimastjórnarmanna og í bardaganum um uppkastið. Heimastjórnar- flokkurinn, sem stóð víða fómm í stjórnsýslukerfinu, peningastofnunum og at- vinnulífinu, reyndist mun samhentari en hinn nýi stjórnarflokkur. Stjórnarstörf og framkoma Björns Jónssonar sætti harðri gagnrýni heima- stjórnarmanna, og sumir flokksmanna hans, einkum landvarnarmenn, höfðu einnig ýmislegt út á hann að setja. Eins og fram kemur í ritgerð Þorleifs H. Bjarnasonar var lítill friður kringum ráðherrastól Björns Jónssonar og stóðu spjót á Birni úr öllum átmm og barst leikurinn víða, um land allt og suður á Danagrund. Svo fast sóttu heimastjórnarmenn að Birni Jónssyni að næst liggur við að víkja ör- lítið við fornu herópi og leggja þeim það í munn: Aukum enn elda að Bjarnar húsum. Á ráðherradögum Björns Jónssonar varð eldur mesmr af landsbankamálinu, en ágreiningsmálin voru mörg önnur, svo að stappar nærri, að Björn hafi ekki mátt sig hræra án þess að hljóð heyrðist úr strokki. Þessi deilumál skulu nú talin upp, en jafnframt vísað til hins ágæta rits Agnars Kl. Jónssonar, Stjórnarráð Islands 1904—1964, þar sem þau eru rakin á greinargóðan hátt: 1. Sambandsmálið. Meirihlutinn á alþingi 1909 samþykkti lög um samband Danmerkur og Islands, þar sem stefnt var að hreinu konungssambandi. 2. Landsbankamálið. 3. Viðskiptaráðunaumrinn. Alþingi 1909 samþykkti að veita fé handa tveim viðskiptaráðunaumm, en Björn Jónsson ákvað að gera úr þessu eitt embætti og skipaði Bjarna Jónsson frá Vogi til þess að gegna því. 4. Landhelgisgæzlan. Sjálfstæðismenn á alþingi 1909 felldu það ákvæði á brott, sem staðið hafði í fjárlögum síðan 1905, að % hlutar landhelgissekta og % andvirðis upptæks afla og veiðarfæra rynni í ríkissjóð Dana. 5. Thoreskipafélagið. Félagið bauð landssjóði að eignast hlutdeild í eignum þess, en í meðferð alþingis þróaðist málið svo, að fram kom frumvarp, þar sem lagt var til, að skipaútgerð yrði hafin á vegum landssjóðs. Ekki náði mál þetta fram að ganga. Hins vegar var samið um gufuskipaferðir bæði við Thorefélagið og Sameinaða gufuskipafélagið, en hið síðarnefnda hafði áður annazt þær eitt. 6. Peningamál. Þær vammir voru bornar á Björn Jónsson, að hann hefði tekið dýrt lán í Danmörku í sama banka og Thorefélagið skipti við. Einnig var hann sakaður um að hafa ekki haft hreint mél í pokanum, hvað snerti afskipti hans af tilraunum ýmissa manna til þess að koma hér á fót frönskum banka og 194
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.