Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Blaðsíða 120
Tímarit Máls og menningar
Annar þeirra, Pablo Neruda, var mesta
skáld þessarar aldar.
Henry Kissinger kann að hafa vitað
þetta þegar hann sagðist ekkert skilja í
syðri helmingi jarðar. En njósnastofn-
anir Bandaríkjanna vissu mun meira en
hann. Arið 1965 varð Chíle, þvert gegn
vilja sinum, vettvangur stórkostlegrar
félagslegrar og pólitískrar njósnaaðgerð-
ar: „Project Camelot". Rannsókn þessi
átti að fara fram í algerum kyrrþey.
Sendir voru spurningalistar til fólks úr
öllum þjóðfélagshópum, starfsgreinum
og stétmm í því skyni að afla með vís-
indalegum hætti gagna um pólitíska
vitund og viðhorf ýmislegra þjóðfélags-
hópa. Spurningalistinn sem sendur var
hernum hafði að geyma sömu spurning-
una og chílensku herforingjarnir áttu
eftir að heyra við veisluborðið í Wash-
ington: „Hver verða viðbrögð þín ef
kommúnistar koma til valda?" Þetta var
lævísleg rannsókn.
Chíle hafði löngum verið vinsæll
starfsvettvangur bandarískra þjóðfélags-
fræðinga. Langur ferill og styrkleiki ai-
þýðuhreyfingarinnar í landinu, stjórn-
viska og framsýni leiðtoga hennar og
raunar allar efnahagslegar og félagsleg-
ar aðstæður gáfu vísbendingu um fram-
tíð þjóðarinnar. Menn þurftu ekki á
niðurstöðum „Project Camelot" að
halda til að sjá í hendi sér að Chíle
var langlíklegast til að verða annað
sósíalíska lýðveldið í Rómönsku Ame-
ríku á eftir Kúbu. Markmið Bandaríkj-
anna var því ekki eingöngu að afstýra
því að stjórn Allendes kæmist til valda
og vernda með því bandaríska fjárfest-
ingu í landinu. Að baki lá æðra mark-
mið, að endurtaka árangursríkustu hern-
aðaraðgerð sem heimsvaldastefnan hef-
ur afrekað í Rómönsku Ameríku: valda-
ránið í Brasilíu.
Hinn 4. sept. var sósíalistinn, frímúr-
arinn og læknirinn Salvador Allende
kjörinn forseti lýðveldisins eins og við
hafði verið búist. Samt sem áður var
hernaðaráætluninni ekki hrint í fram-
kvæmd. Vinsælasta skýringin, og jafn-
framt sú fyndnasta, var sú að einhverj-
um hefðu orðið á mistök í Pentagon,
pantað 200 vegabréfaáritanir fyrir kór
bandaríska flotans sem í raun var sam-
valinn hópur sérfræðinga í valdaránum.
Hins vegar hafi í hópnum verið nokkrir
sjóliðsforingjar sem ekki gátu stunið út
úr sér ófölskum tóni. Þessi mistök áttu
að hafa valdið því að framkvæmdum
var frestað. Það sem gerðist í raun var
að áætlunin hafði verið tekin til endur-
skoðunar; aðrar bandarískar stofnanir,
einkum CIA og bandarxska sendiráðið
í Chíle, voru þeirrar skoðunar að hún
væri of einskorðuð við hernaðarleg við-
horf, að hún tæki ekki nægilega mið af
pólitísku ástandi í Chíle.
Reyndar olli kosningasigur Alþýðu-
fylkingarinnar ekki þeirri félagslegu
ringulreið sem bandarískar njósnastofn-
anir höfðu vænst. Þvert á móti vakti
sjálfstæð utanríkisstefna nýju stjórnar-
innar og stefnufesta hennar í efnahags-
málum þegar í stað fögnuð almennings.
A fyrsta starfsári sínu þjóðnýtti hún 47
iðnfyrirtæki og mestallt bankakerfið.
Breytt stefna í landbúnaði varð þess
valdandi að sex miljón ekrur lands í
eigu stórjarðeigenda voru teknar eignar-
námi og komið í félagslega eign. Hægt
var á verðbólgunni, fullri atvinnu náð
og kaupmátmr launa jókst um 30 af
hundraði.
Koþarinn þjóSnýttur
Fráfarandi stjórn undir forystu krist-
demókratans Eduardo Freis hafði í smá-
um stíl byrjað að þjóðnýta koparinn, þó
230