Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Blaðsíða 70
Tímarit Máls og menningar
liðar hefðu fengið ónóga hjálp frá erlendum aðilum, að þeir hafi ekki
staðið nægjanlega sameinaðir, þeim hafi orðið á hernaðarlegar skyssur,
þeir hafi kúgað fé af almenningi, beitt Gyðinga ofbeldisaðgerðum og
drepið fanga, en þetta dró mjög úr hollustu fólks við þá. Enda þótt hann
álíti, að sundrung í röðum hvítliða hafi ráðið mestu um ósigurinn, lætur
hann einnig getið annarra ástæðna, sem flestir sagnritarar byltingarinnar
hafa lagt áherzlu á. Fjandsemi í garð flokksfulltrúa og Tséka í rússneskum
sveitum jafnaðist sjaldan á við hatrið í garð gömlu stjórnvaldanna, og
hafði ekki áhrif á hollustu almennings við sovétin. I huga alþýðunnar
myndaðist „goðsögnin um gullöld bolsévíkastjórnarinnar, sovéttímabilið“.
Hins vegar telur hann, að „án mikillar erlendrar íhlutunar, hefði rússneska
borgarastríðið getað endað með ósigri bolsévíka, ef andstæðingar þeirra
hefðu átt á að skipa óvenju vinsælum og ráðagóðum leiðtoga... eða hvít-
liðar hefðu myndað pólitísk samtök, jafnsamstæð og viss um köllun
sína og kommúnistaflokkurinn var.“ Deníkín lét í ljós fyrirlitningu sína á
„slagorðum“, og honum svarar Ulam: „En hvað voru þau annað en slagorð,
orð eins og „Oll völd til sovétanna", „Allt land til bændanna“, „Hver
þjóð hafi rétt til að velja þá stjórnhætti, sem hún kýs“? Þessi orð höfðu
tvímælalaust áhrif á gang byltingarinnar og stríðsins.“1 Slagorð? Hvaða
tilviljun olli því, að bolsévíkar notuðu einmitt þessi „slagorð"?
Furðuleg mótsögn felst í tilrauninni til þess, að sjá ekki annað í bylt-
ingunni og stjórn sovétanna en „vef hryðjuverka og lyga“. Annars vegar
er því haldið að okkur, að byltingin hafi verið verk örlítils minnihluta,
valdarán, sem fylgt var eftir gagnvart þjóð, sem taldi hundrað og fimmtíu
milljónir. Og á hinn bóginn er okkur sagt, að þessi þjóð hafi verið fórnar-
lamb hugmyndafræðilegra lyga stjórnvaldanna, einkum á fjórða tug ald-
arinnar.
Byltingin beitti ofbeldi og Stalínsstjórnin lygum — ekki verður því mót-
mælt. En hvaða kraftaverk olli því, að milljónir manna, sem nýju stjórn-
arháttunum hafði verið þröngvað upp á, sýndu þessum stjórnarháttum
svo takmarkalausa hollustu? A því er vissulega skýringar þörf. Sumir
ádeiluhöfundar verða ugglaust fljótir til að benda á önnur dæmi um meiri
háttar múgdáleiðslu í mannkynssögunni — gleymum t.d. ekki nazista-
tímabilinu í Þýskalandi. Þótt ekki sé farið út í smáatriði í slíkum hugsan-
legum samanburði, virðist líkingin harla vafasöm, a.m.k. að því er varðar
1 Adam B. Ulman, Lenin and the Bolsheviks, London 1966.
180