Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Blaðsíða 18
Tímarit Máls og menningar hneigðust að hinu opna og útleitna Ijóðformi, en mörg af kvæðum Stein- gríms Thorsteinssonar, Gríms Thomsens, Jóhanns Sigurjónssonar og margra yngri skálda sverja sig í hina ættina. Varla þarf að taka fram, að oft blandast þessi sjónarmið ýmislega saman. Ekki þarf að fara í grafgötur um hvorri þessari stílstefnu Jóhannes úr Kötlum fylgdi í upphafi. Þrátt fyrir fastmótaðan brag eru flest hin eldri ljóð hans mjög lauslega byggð. Honum er að jafnaði meira í mun að koma draumum sínum, kenndum og boðskap hispurslaust og blátt áfram til skila en sverfa dvergasmíðar. Hann lætur hugmyndirnar raða sér hlið við hlið, en kostar síður kapps um að sveigja eina undir aðra eða skipa þeim í röksamlega fylkingu. Sumum kvæða hans er jafnvel svo farið að erindin gætu verið í annarri röð en er. I þessari grein skal ekki fjallað um fyrir- myndir Jóhannesar um kvæðasnið; þó skal áréttað að einnig hér gekk hann troðnar slóðir 19. aldar. Með ljóðasafninu Eilífðar smáblóm er líkt og Jóhannes stingi við fót- um og vilji ekki lengur berast á öldum hins breiða ljóðstraums án þess að gera neinar tilraunir til formbreytingar. Oll kvæði bókarinnar eru stutt í samanburði við meðallengd fyrri kvæða, flest þrjú til fimm erindi og í þeim eru engin formleg þáttaskil eins og algengt var í eldri ljóð- unum. Bókin vitnar í heild um breytta formhneigð eins og skáldið hafi nú sett sér þá meginreglu að kveða stutt, afmörkuð ljóð þar sem lýriskar eigindir sætu í fyrirrúmi. Reyndar eru slík kvæði ekki fá í tveim fyrstu bókunum, en hlutu að þoka um set fyrir baráttuljóðunum þegar þau voru leidd til öndvegis. Þó munu smáljóð eins og Brot og Vorið góða í Samt mun ég vaka lifa lengur en mörg þeirra sem arnsúginn draga. Eilífðar smáblóm eru framhald þessarar Ijóðagerðar og jafnast á við eldri kvæði skáldsins í sama stíl, en um framför er þó varla að ræða, þegar litið er á bókina í heild. Kristinn E. Andrésson sagði um hana m. a.: Á bókinni í heild er frekar einlitur blær, og ýmsir beztu kostir skáldsins njóta sín þar ekki. Hin einföldu lýrisku smákvæði krefjast sérstakrar list- fengi, sem getur brugðizt hjá skáldinu. Mörg kvæðin skortir nægan sér- kennileik, sjálft augað fyrir yrkisefninu er ekki nógu glöggt eða viðhorfið til þess, og ekki nógu hnitmiðað orðaval.1 Vel má vera að Kristinn hafi saknað baráttuljóða þegar hann las Eilífð- ar smáblóm. Eigi að síður hefur hann á réttu að standa um þann herslu- 1 Kristinn E. Andrésson: Islenzkar nútímabókmenntir, Reykjavík 1949, bls. 136. 128
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.