Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Blaðsíða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Blaðsíða 17
hvernig skal þá Ijóð kveða?“ halda því fram að Jóhannes sé hér og nú að búast til stríðs við bragformið, hann kveður svo sannarlega í vonum annarrar og stærri byltingar. Að öreigakvæðinu og Sovét-Islandi undanskildum er bókin, Samt mun ég vaka, með hefðbundnum brag og er stundum brugðið til erlendra, klassískra hátta, svo sem stakhendu og þríhendu, sem lítið hafði borið á í íslenskum ljóðum. Og í næstu tveimur bókum, Hrímhvítu móðnr (1937) og Hart er í heimi (1939), heldur Jóhannes óbreyttri formstefnu og leyfir sér engin teljandi frávik, þegar undan er skilið Tröllið á glugganum í hinni síðar- nefndu, og hvað ytri formgerð, braginn sjálfan, áhrærir ríkir óbreytt ástand í Eilífðar smáblómum (1940) og Sól tér sortna (1945), en að innri gerð hafa Ijóð hinnar fyrrnefndu nokkra sérstöðu sem staldra þarf við í þessu yfirliti. 2 Þótt hópur skálda yrki eftir sömu bragreglum og jafnvel þótt allir noti sama bragarhátt getur formgerð kvæðanna orðið býsna ólík. Á þetta ekki síst við um byggingu þeirra, umfang og afmörkun. í slíkum efnum hafa aðferðir skálda og formhneigðir löngum verið mismunandi, svo að greina má í stórum dráttum tvær stefnur. Onnur beinist að hnitmiðun í formi; skáldið velur sér afmarkað viðfangsefni og hneppir ljóðið fast að efnis- kjarna sínum, reifar hann og skýrir í stuttu, markvísu máli. Bygging Ijóðs- ins er hnituð eftir ströngum kröfum, umfangi þess reistar rammar skorður, en kapp lagt á merkingarlega fyllingu. Hin formstefnan horfir í gagn- stæða átt. Ljóðið hverfist ekki í sjálft sig, heldur þenst út frá frumparti sínum. Ein hugmynd tekur við af annarri; þær hrannast upp og leita skipu- lags í byggingarmáta sem er af öðru tagi en hnitljóðsins, sem sé opnari, lausari, formið gefur eftir og rúmar allt það sem skáldinu liggur á hjarta. Kvæðið getur skipst í meira eða minna sjálfstæða efnisþætti og formleg afmörkun verið lausleg. Að sjálfsögðu eru slík kvæði gjarnan löng. Form- gerð af þessu tagi má þegar finna í ljóðum Gamla testamentisins, kjarni þeirra er boðskapur og ákvarðar hann hina innri formgerð. Þessi víðfeðmi og spámannlegi Ijóðstíll efldist fyrir áhrif rómantísku stefnunnar og hefur verið í fullu gildi síðan við hlið hnitljóðsins, sem mótast hafði í öndverðu af listrænum formkröfum Grikkja. Bæði þessi sjónarmið setja svip sinn á íslenska Ijóðagerð 19. og 20. aldar. Skáld hugsjóna og hugarflugs, svo sem Benedikt Gröndal, Matthías Jochumsson og Einar Benediktsson svo og raunsæisskáld eins og Stephan G. Stephansson og Þorsteinn Erlingsson, 127
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.