Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Blaðsíða 68
Tímarit Máls og menningar
eftirlit verkamannastjórnar; þorpin, sem arðræningjarnir hafa verið svæld-
ir burt úr og land þeirra tekið eignarnámi — þetta eru staðirnir, þar sem
verkamenn geta nú fyrst sýnt getu sína, rétt örlítið úr sér, náð fullum
þroska og fundið til þess, að þeir eru menn. I aldaraðir hafa menn unnið
fyrir aðra, stritað nauðugir fyrir arðræningjana, en nú fyrst geta menn
unnið sjálfum sér í hag og auk þess beitt tæknilegum og menningarlegum
nýjungum við starf sitt... Hvað sem það kostar verðum við að vinna
bug á þeim gamla, fáránlega, villimannlega, fyrirlitlega og viðbjóðslega
hleypidómi, að einungis auðmenn og þeir, sem verið hafa í skólum þeirra.
geti stjórnað ríkinu og stýrt skipulagningu og þróun sósíalskra þjóðfélags-
hátta.“ Ur samhengi þessarar ritgerðar rífur Solsénítsín einangraða máls-
grein til að taka af tvímæli um Lenín. Ritgerðinni lýkur með þessum
orðum: „Er til sveit, borgarhverfi, verksmiðja eða þorp, þar sem enginn
sveltur, enginn er atvinnulaus, engir auðugir letingjar finnast, og engir
gerast leiguþý borgarastéttarinnar eða skemmdarverkamenn, sem kalla sig
menntafólk? Hvar hefur mest verið gert til þess að auka framleiðni vinn-
unnar, að byggja góð hús handa þeim snauðu og tryggja börnum fátækl-
inga næga mjólk? Um þessi atriði ætti að vera samkeppni milli sveita.
bæjarfélaga, samtaka framleiðenda og neytenda og fulltrúaráða verka-
manna, hermanna og bænda. I þessu starfi ættu hæfir skipuleggjendur að
beita sér í verki og fá aðstöðu til þátttöku í stjórn ríkisins. Fólkið býr yfir
mikilli hæfni. Hún er einungis bæld. En það verður að leysa hana úr
læðingi. Hún ein getur með stuðningi alþýðu bjargað Rússlandi og málstað
sósíalismans.“ Fátæk börn fái mjólk, og verkamenn ráði sjálfir lífi sínu
— til að þetta geti orðið, hvetur Lenín til baráttu gegn „meindýrunum“.
I ljósi þessa er rétt að skoða það tímabil byltingarofbeldis, sem kennt
hefur verið við „árás rauðu varðliðanna á eignarréttinn“. Tímabil þetta
auðkennist af því, að verkamenn juku völd sín, og jafnframt tóku bændur
til eignar jarðir, sem teknar höfðu verið eignarnámi af landeigendum og
kirkju. Ríkið unni þeim ávinningsins. „Landið í hendur bænda, verk-
smiðjur í hendur verkamanna“. Af þessu upphafsskeiði byltingarofbeldis-
ins má ráða, að Michel Heller afskræmir staðreyndir, þegar hann ætlar
byltingarmönnum þessa hugmynd: „Allt virtist ofurauðvelt. Þegar verka-
menn hefðu náð fullum yfirráðum yfir framleiðslunni, mundu öll hagræn
vandamál leysast af sjálfu sér.“ Að mati byltingarmanna var þvert á móti
ekkert erfiðara en þetta þjálfunartímabil í stjórnun.
„Yfirráð verkamanna“ hlumst sjálfkrafa af athöfnum öreigastéttar-
178