Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Page 68

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Page 68
Tímarit Máls og menningar eftirlit verkamannastjórnar; þorpin, sem arðræningjarnir hafa verið svæld- ir burt úr og land þeirra tekið eignarnámi — þetta eru staðirnir, þar sem verkamenn geta nú fyrst sýnt getu sína, rétt örlítið úr sér, náð fullum þroska og fundið til þess, að þeir eru menn. I aldaraðir hafa menn unnið fyrir aðra, stritað nauðugir fyrir arðræningjana, en nú fyrst geta menn unnið sjálfum sér í hag og auk þess beitt tæknilegum og menningarlegum nýjungum við starf sitt... Hvað sem það kostar verðum við að vinna bug á þeim gamla, fáránlega, villimannlega, fyrirlitlega og viðbjóðslega hleypidómi, að einungis auðmenn og þeir, sem verið hafa í skólum þeirra. geti stjórnað ríkinu og stýrt skipulagningu og þróun sósíalskra þjóðfélags- hátta.“ Ur samhengi þessarar ritgerðar rífur Solsénítsín einangraða máls- grein til að taka af tvímæli um Lenín. Ritgerðinni lýkur með þessum orðum: „Er til sveit, borgarhverfi, verksmiðja eða þorp, þar sem enginn sveltur, enginn er atvinnulaus, engir auðugir letingjar finnast, og engir gerast leiguþý borgarastéttarinnar eða skemmdarverkamenn, sem kalla sig menntafólk? Hvar hefur mest verið gert til þess að auka framleiðni vinn- unnar, að byggja góð hús handa þeim snauðu og tryggja börnum fátækl- inga næga mjólk? Um þessi atriði ætti að vera samkeppni milli sveita. bæjarfélaga, samtaka framleiðenda og neytenda og fulltrúaráða verka- manna, hermanna og bænda. I þessu starfi ættu hæfir skipuleggjendur að beita sér í verki og fá aðstöðu til þátttöku í stjórn ríkisins. Fólkið býr yfir mikilli hæfni. Hún er einungis bæld. En það verður að leysa hana úr læðingi. Hún ein getur með stuðningi alþýðu bjargað Rússlandi og málstað sósíalismans.“ Fátæk börn fái mjólk, og verkamenn ráði sjálfir lífi sínu — til að þetta geti orðið, hvetur Lenín til baráttu gegn „meindýrunum“. I ljósi þessa er rétt að skoða það tímabil byltingarofbeldis, sem kennt hefur verið við „árás rauðu varðliðanna á eignarréttinn“. Tímabil þetta auðkennist af því, að verkamenn juku völd sín, og jafnframt tóku bændur til eignar jarðir, sem teknar höfðu verið eignarnámi af landeigendum og kirkju. Ríkið unni þeim ávinningsins. „Landið í hendur bænda, verk- smiðjur í hendur verkamanna“. Af þessu upphafsskeiði byltingarofbeldis- ins má ráða, að Michel Heller afskræmir staðreyndir, þegar hann ætlar byltingarmönnum þessa hugmynd: „Allt virtist ofurauðvelt. Þegar verka- menn hefðu náð fullum yfirráðum yfir framleiðslunni, mundu öll hagræn vandamál leysast af sjálfu sér.“ Að mati byltingarmanna var þvert á móti ekkert erfiðara en þetta þjálfunartímabil í stjórnun. „Yfirráð verkamanna“ hlumst sjálfkrafa af athöfnum öreigastéttar- 178
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.