Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Blaðsíða 38
Tímarit Máls og menningar
Elliot ætlaði að ganga burtu, en við það varð Valdi frakkari og gekk
fastar á hann. „Hversvegna?“ spurði hann.
Elliot sneri sér að honum. Venjulega var hann svipbrigðalaus í framan,
en nú var dökkt andlit hans logandi af hatri. Hann bandaði vinstri hend-
inni ógnandi frá sér svo Valdi hörfaði ósjálfrátt frá honum.
„Hann var hvítur,“ hreytti Elliot út úr sér. „Hverjir hér í Manítóba
myndu nokkurn tíma trúa Indíána?“
Það fór feginstilfinning um Valda þegar Elliot var farinn og dyrnar
höfðu lokazt á eftir honum. Daginn eftir þegar Elliot var úti á vatni fór
Valdi inn í geymsluskúrinn. Þar var svo sem ekki margt að sjá. I horninu,
þar sem Elliot hafði búið um sig, var járnbeddi, svefnpoki, ferðataska og
tóm kókflaska. Valdi fór í gegnum dótið í ferðatöskunni, en þar var ekkert
að finna nema föt til skiptanna. Hann hafði vonazt eftir að finna kvitt-
anirnar, sem hann hafði látið Elliot fá fyrir veiðina. An kvittananna gat
Elliot ekki sannað hve mikið hann átti inni hjá Valda.
Hann fór aftur til baka inn í eldaskála. Hann átti erfitt með að festa
hugann við kapalinn, sem hann var að leggja, svo hann safnaði saman spil-
unum og fleygði þeim á borðið.
„Fimmhundruð dollarar,“ sagði hann. „Þú gætir notað eitthvað af því
til að kaupa þér ný föt. Þú hefur ekki fengið nýja dulu í langan tíma.“
Hann strauk hendinni yfir hökuna.
„Hann glápir sífellt á þig. Vissirðu það?“
„Þeir horfa allir á mig,“ svaraði Rúna áhugalaust. Hún sáldraði hveiti
á eldhúsbekkinn og byrjaði að hnoða deig. Geislar morgunsólarinnar
glömpuðu á fíngerðu ljósu hárunum á handleggjum hennar. Hann ræskti
sig.
„Heyrðu, ef þú gæfir honum nú smávegis undir fótinn.“ Hún hætti að
hnoða deigið og stóð grafkyrr. Aður en þögnin náði að umlykja allt, flýtti
hann sér að bæta við: „Segjum að hann myndi reyna svolítið við þig, ekki
mikið, það er sama hvað lítið það er, og þú myndir kalla það nauðgun.
Það yrði nóg af vitnum."
Hann fann að þetta angraði hana, en hann vildi ekki gefast upp.
„Hann mundi aldrei gera þér neitt, þú skilur. Eg yrði þarna rétt hjá.“
„Og löggan kæmi og handtæki hann og hirti launin hans, eða þá eftir-
litsmaðurinn hans. Þú ert snjall! “ Það mátti heyra gremjuna í rödd Rúnu.
„Nei, nei. Segjum sem svo að hann myndi sleppa. Af slysni. Hann myndi
hlaupa eins langt og hann kæmist og aldrei koma til baka.“
148