Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Page 38

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Page 38
Tímarit Máls og menningar Elliot ætlaði að ganga burtu, en við það varð Valdi frakkari og gekk fastar á hann. „Hversvegna?“ spurði hann. Elliot sneri sér að honum. Venjulega var hann svipbrigðalaus í framan, en nú var dökkt andlit hans logandi af hatri. Hann bandaði vinstri hend- inni ógnandi frá sér svo Valdi hörfaði ósjálfrátt frá honum. „Hann var hvítur,“ hreytti Elliot út úr sér. „Hverjir hér í Manítóba myndu nokkurn tíma trúa Indíána?“ Það fór feginstilfinning um Valda þegar Elliot var farinn og dyrnar höfðu lokazt á eftir honum. Daginn eftir þegar Elliot var úti á vatni fór Valdi inn í geymsluskúrinn. Þar var svo sem ekki margt að sjá. I horninu, þar sem Elliot hafði búið um sig, var járnbeddi, svefnpoki, ferðataska og tóm kókflaska. Valdi fór í gegnum dótið í ferðatöskunni, en þar var ekkert að finna nema föt til skiptanna. Hann hafði vonazt eftir að finna kvitt- anirnar, sem hann hafði látið Elliot fá fyrir veiðina. An kvittananna gat Elliot ekki sannað hve mikið hann átti inni hjá Valda. Hann fór aftur til baka inn í eldaskála. Hann átti erfitt með að festa hugann við kapalinn, sem hann var að leggja, svo hann safnaði saman spil- unum og fleygði þeim á borðið. „Fimmhundruð dollarar,“ sagði hann. „Þú gætir notað eitthvað af því til að kaupa þér ný föt. Þú hefur ekki fengið nýja dulu í langan tíma.“ Hann strauk hendinni yfir hökuna. „Hann glápir sífellt á þig. Vissirðu það?“ „Þeir horfa allir á mig,“ svaraði Rúna áhugalaust. Hún sáldraði hveiti á eldhúsbekkinn og byrjaði að hnoða deig. Geislar morgunsólarinnar glömpuðu á fíngerðu ljósu hárunum á handleggjum hennar. Hann ræskti sig. „Heyrðu, ef þú gæfir honum nú smávegis undir fótinn.“ Hún hætti að hnoða deigið og stóð grafkyrr. Aður en þögnin náði að umlykja allt, flýtti hann sér að bæta við: „Segjum að hann myndi reyna svolítið við þig, ekki mikið, það er sama hvað lítið það er, og þú myndir kalla það nauðgun. Það yrði nóg af vitnum." Hann fann að þetta angraði hana, en hann vildi ekki gefast upp. „Hann mundi aldrei gera þér neitt, þú skilur. Eg yrði þarna rétt hjá.“ „Og löggan kæmi og handtæki hann og hirti launin hans, eða þá eftir- litsmaðurinn hans. Þú ert snjall! “ Það mátti heyra gremjuna í rödd Rúnu. „Nei, nei. Segjum sem svo að hann myndi sleppa. Af slysni. Hann myndi hlaupa eins langt og hann kæmist og aldrei koma til baka.“ 148
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.